Hoppa yfir valmynd
2. júní 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Morgunverðarfundur um fátækt, 4. júní

Evrópa gegn fátækt
Evrópa gegn fátækt

Stýrihópur Evrópuársins 2010 gegn fátækt og félagslegri einangrun boðar til morgunverðarfundar föstudaginn 4. júní næstkomandi í Gullteigi B á Grand hótel þar sem fjallað verður um fátækt á Íslandi í dag. Fundurinn er sá fyrsti í fundaröð þar sem fjallað verður um fátækt, félagslega einangrun og leiðir til úrbóta.

Á fundinum munu sérfræðingar á sviði fátæktar og félagslegrar einangrunar gera grein fyrir sinni sýn á vandamálið og hvað þurfi að gera til þess að takast á við fátækt á Íslandi.

Fyrirlesarar verða Guðný Björk Eydal frá Háskóla Íslands, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstofnun kirkjunnar og Sólveig Reynisdóttir frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Að loknum erindum verða umræður og fyrirspurnir til fyrirlesara.

Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8.15 en fundurinn hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10.00.

Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum