Hoppa yfir valmynd
14. júlí 2010 Innviðaráðuneytið

Leiðsöguhundar í fjölbýli

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur fylgst náið með málefnum fatlaðrar konu sem heldur leiðsöguhund sér til aðstoðar á Akranesi. Ráðuneytinu er vel kunnugt um mikilvægi slíkrar aðstoðar og fagnar farsælli niðurstöðu sem náðst hefur í þessu tiltekna máli í samvinnu við bæjarfélagið.

Þegar er hafinn undirbúiningur í ráðuneytinu að endurskoðun laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús, þar sem m.a. er kveðið á um hundahald. Mun í endurskoðuninni sérstaklega verða tekið tilliti til þeirra sem hafa vegna fötlunar sinnar leiðsöguhund til að aðstoða sig við rötun og  umferli.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum