Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir til aukinnar þjónustu við börn. Umsóknarfrestur að renna út

Umsóknarfrestur sveitarfélaga um styrki til verkefna sem ætlað er að efla stuðnings- og nærþjónustu við langveik börn og börn með athyglisbrest rennur út 25. nóvember. Sveitarfélög geta sótt um styrki vegna verkefna á eigin vegum eða verkefna sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök.

Styrkir verða veittir á grundvelli samstarfssamnings félags- og tryggingamálaráðuneytis, mennta- og menningarmála­ráðu­­neytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélög geta sótt um styrki vegna verkefna á eigin vegum eða sem unnin eru í samstarfi við einstaklinga eða félagasamtök.

Við mat á umsóknum verður lögð megináhersla á að viðkomandi verkefni feli í sér, með beinum hætti, þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra.

Sveitarfélög sem hljóta styrk skulu leggja fram vinnu við skipulagningu og framkvæmd verkefnis. Í því felst almennur stjórnunarkostnaður, svo sem kostnaður við skrifstofuaðstöðu, kostnaður við ráðningu og verkstjórn og kostnaður við skipulagningu og samþættingu við starfsemi í grunnskólum, leikskólum eða öðrum stofnunum á vegum sveitarfélagsins. Enn fremur er innifalinn kostnaður við eftirlit og eftirfylgni verkefnis, uppgjör og skýrslugerð auk kostnaðar vegna húsnæðis þar sem það á við.

Gert er ráð fyrir að þeim verkefnum sem hljóta styrk að þessu sinni ljúki fyrir fyrir 31. desember 2011.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum