Hoppa yfir valmynd
6. október 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Einföldunaráætlun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur sett sér langtímaáætlun um einföldun opinberra reglna. Einföldunaráætlunin er til tveggja ára og miðast við einföldun reglna í nokkrum málaflokkum ráðuneytisins.

Í áætluninni er gert ráð fyrir einfaldari framkvæmd og aukinni rafrænni stjórnsýslu í málum er varða sjúkratryggingar með hagsmuni sjúkratryggðra í huga. Einnig er gert ráð fyrir að umsýsla undanþága vegna tímabundinna starfa í öðru ríki verði flutt frá ráðuneytinu til Tryggingastofnunar ríkisins. Þá er gert ráð fyrir flutningi leyfisveitinga frá ráðuneytinu til undirstofnana bæði á sviði lyfjamála og hvað varðar útgáfu starfsleyfa heilbrigðisstétta auk einföldunar á regluverki er lúta að heilbrigðisstéttum með einni heildstæðri löggjöf um heilbrigðisstéttir. Þá er í áætluninni ráðgert að fara yfir tiltekin lög með tilliti til óþarfra eða úreltra ákvæða.

Nánari upplýsingar um einföldunaráætlunina veita Vilborg Hauksdóttir skrifstofustjóri og Hólmfríður Grímsdóttir lögfræðingur.

Einföldunaráætlun heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins (pdf 23KB opnast í nýjum glugga)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum