Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Ekki skimað fyrir blöðruhálskrabbameini í bráð

Að svo stöddu eru ekki áform um að skima skipulega fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli. Skýrist þetta af því m.a. að viðurkenndar skimunaraðferðir þykja ekki nákvæmar. Þetta kom fram í máli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, þegar hann svaraði fyrirspurn um efnið frá Álfheiði Ingadóttur, VG. Fram kom í máli ráðherra að árlega greindust um 190 karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli. - Dánartíðnin er u.þ.b. 50 karlar á ári. Þetta merkir að árlegt aldursstaðlað nýgengi krabbameins í blöðruhálskirtli hefur verið 91,4 af 100 þúsund og árleg aldursstöðluð dánartíðni er 19,3 af 100 þúsund, sagði heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær.

Ráðherra upplýsti sömuleiðis að skipuleg leit hjá einkennalausum körlum tíðkaðist ekki meðal nágrannaþjóðanna sem skýrðist af því að engar góðar viðurkenndar skimunaraðferðir eru til, sem nota má við leit í einkennalausum hópi karla, eins og áður sagði. Verulegar kröfur eru gerðar til slíkra aðferða, ekki hvað síst hvað varðar næmi greininga og nákvæmni.  Þetta er ástæðan fyrir því að ekki eru áform um að hefja slíka leit hér á landi.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum