Hoppa yfir valmynd
11. mars 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðstefna: Sjónum beint að uppeldishlutverki foreldra

Félags- og tryggingamálaráðuneyti og samstarfsráð ráðuneyta efna til ráðstefnu þar sem sjónum er beint að hæfni foreldra við að ala upp börn sín.

Ráðstefnan sem verður mánudaginn 17. mars nk. er haldin m.a. til að styrkja stöðu barna og ungmenna í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum barna og ungmenna. Þar er kveðið á um fyrirhugaðar aðgerðir, meðal annars á grundvelli tilmæla Evrópuráðsins um aðgerðir til efla foreldrahæfni. Áætlunin tiltekur sérstaklega foreldra fyrsta barns, foreldra barna með sérþarfir og foreldra unglinga. Af þessu tilefni efnir félags- og tryggingamálaráðuneytið og samráðsnefnd ráðuneytanna um framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar til ráðstefnu 17. mars nk. Tilgangurinn er að kynna ólíkar aðferðir til eflingar foreldrafærni, hérlendis sem erlendis.

Aðalfyrirlesarar verða:

  • Dr. Alan Ralph, prófessor við University of Queensland, Brisbane, Ástralíu, en hann mun fjalla um Triple P-aðferðina til eflingar foreldrafærni, en hún hefur öðlast útbreiðslu langt út fyrir Ástralíu, meðal annars í Evrópu og Kanada.
  • Björn Arnesen félagsráðgjafi, frá Kompetansesenter for Atferd, Þrándheimi, Noregi, en hann mun meðal annars greina frá reynslu Norðmanna af ólíkum aðferðum til eflingar foreldrahæfni, meðal annars Webster-Stratton-uppeldisaðferðinni, the Incredible Years, ásamt MST og PMT.

Ráðstefnustjóri: Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu og formaður samráðsnefndar ráðuneytanna um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum barna.

Ráðstefnan er öllum opin og verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík kl. 9–17 mánudaginn 17. mars 2008.

Unnt er að skrá sig með tölvupósti ([email protected]) eða í síma 545 8100 fyrir kl. 12.00 föstudaginn 14. mars 2008.

Dagskrá ráðstefnunnar  er aðgengileg á vef félags- og tryggingamálaráðuneytisins.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum