Hoppa yfir valmynd
17. mars 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Skipan sjúkraflutninga

Formaður nefndarinnar Magnús Skúlason afhendir ráðherra skýrslu nefndarinnar
Formadur nefndarinnar Magnús Skúlason afhendir ráðherra skýrslu nefndarinnar í Ráðherrabústaðnum 14. mars 2008

Nefnd sérfróðra aðila sem heilbrigðisráðherra skipaði til að gera úttekt á sjúkraflutningum í landinu hefur skilað greinargerð sinni til ráðherra.

Guðlaugur Þór Þórðarson skipaði í september s.l. nefnd til að gera úttekt á sjúkraflutningum þar sem hann fór fram á að nefndarmenn skoðuð sérstaklega skipulag, menntunarmál og fyrirkomulag sjúkraflutninga á landsbyggðinni. Full samstaða var í nefndinni en Magnús Skúlason, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands var formaður nefndarinnar. Aðrir nefndarmenn voru: Einar Hjaltason, yfirlæknir á slysa-og bráðasviði LSH, Vernharð Guðnason, fyrrverandi formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, en Sveinbjörn Berentsson, sjúkraflutningamaður sat fundina fyrir Vernharð, Már Kristjánsson, sviðsstjóri slysa-og bráðasviðs LSH, Hildigunnur Svavarsdóttir, skólastjóri Sjúkraflutningaskólans, Marinó Már Marinósson, verkefnastjóri hjá RKÍ, Óttar Ármannsson, heilsugæslulæknir á Egilsstöðum, og Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Varamenn voru Björn Gunnarsson, læknisfræðilegur forsvarsmaður Sjúkraflutningavaktar FSA og Óskar Reykdalsson, lækningaforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Meðal tillagna sem nefndin setur fram er að skipulag sjúkraflutninga fylgi skiptingu landsins í heilbrigðisumdæmi og að samráðsnefndir heilbrigðisstofnana útfæri skipulag sjúkraflutninga hvers umdæmis. Þá er lagt til að reglugerð um sjúkraflutninga sé felld úr gildi og gefin út ný sem taki til rekstrar sjúkraflutninga, lagt er til að sjúkraflutningaráð Landlæknis verði lagt niður og að miðstöðvar til ráðgjafar sjúkraflutninga á LSH og Sjúkrahúsi Akureyrar verði nánar skilgreindar.

Þetta er aðeins hluti tillagnanna sem nefndin leggur til í áliti sínu sem afhent var heilbrigðisráðherra á föstudaginn var. Heilbrigðisráðherra fer nú yfir skýrsluna á vettvangi ráðuneytisins og að því loknu tekur hann ákvörðun um næstu skref.

Skýrsla nefndar um sjúkraflutninga

Nefndarmenn við afhendingu skýrslunnar í Ráðherrabústaðnum 14. mars 2008

Nefndarmenn nefndar um sjúkraflutninga



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum