Hoppa yfir valmynd
8. maí 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Fundur forstöðumanna heilbrigðisstofnana

Vel heppnaður fundur forstöðumanna og sviðstjóra LSH var haldinn á vegum heilbrigðisráðuneytis í vikunni.

Þetta var annar forstöðumannafundurinn sem haldinn er síðan núverandi ráðherra tók við embætti heilbrigðisráðherra, en hann upplýsti á þessum fundi að hann hygðist halda a.m.k. tvo forstöðumannafundi á ári, haust og vor. Þetta er gert til að efla samstarf og samvinnu ráðuneytisins og undirstofnana þess og til að auka upplýsingastreymi milli ráðuneytis og stofnana. Á fundinum var farið yfir skýrslu OECD um heilbrigðismál á Íslandi og fulltrúi Hagstofunnar gerði grein fyrir nýjum heilsufarsreikningum.

Einnig var kynnt Heilsustefna heilbrigðisráðherra, frumvarp til laga um nýja sjúkratryggingastofnun, samstarf Landspítala og svokallaðra kragasjúkrahúsa, lyfja- og útboðsmál og starfsmannamál og stefnur. Þá gerðu forstöðumennirnir sjálfir fulltrúum ráðuneytisins og ráðstefnugestum öðrum grein fyrir því starfi sem fram fer á vettvangi samráðsnefnda heilbrigðisþjónustuumdæma landsins.

Myndir frá fundi heilbrigðisráðherra með forstöðumönnum heilbrigðisstofnana.

Forstöðumenn á fundi

Fundargestir

Fundur með forstöðumönnum

Frá fundi heilbrigðisráðherra með forstöðumönnum stofnana

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum