Hoppa yfir valmynd
3. júní 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Íslendingar og Svíar auka samstarf sitt á lyfjasviði

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, og sænskur starfsbóðir hans undirrituðu viljayfirlýsingu um aukið samstarf í lyfjamálum á ráðherrafundi á Gotlandi í dag. Fundur heilbrigðisráðherra Norðurlandanna var haldinn í Visby á Gotlandi dagana 2. og 3. júní. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, lagði áherslu á það í máli sínu á fundi norrænu ráðherranna að efla norrænt samstarf í lyfjamálum, en Guðlaugur Þór Þórðarson hefur lagt ríka áherslu á að opna norræna lyfjamarkaðinn. Gerði hann á fundinum grein fyrir tilraunaverkefni og samstarfi Íslendinga og Svía á þessu sviði á fundinum og var í þessu sambandi ma. rætt um rafræna afgreiðslu lyfseðla. Í lok ráðherrafundarins undirrituðu þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Göran Hägglund, félags-og heilbrigðisráðherra Svía, viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórna sinna um aukið samstarf Íslendinga og Svía í lyfjamálum. Í viljayfirlýsingunni er sérstaklega tekið fram vilji til að auka samstarf á sviði verðmyndunar lyfja og endurgreiðslna vegna lyfjanotkunar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum