Hoppa yfir valmynd
21. júlí 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Samið um framhaldsmenntun í bráðahjúkrun og slysa- og bráðalækningum

Samningurinn á sér nokkurn aðdraganda og er fyrsti samningurinn sem undirritaður hefur verið um framhaldsnám í slysa- og bráðafræðum, þ.e. bráðalækningum og bráðahjúkrun við erlenda háskólastofnun. Sérstaða þessa samnings er að hér er gerður samningur sem rammar inn framhaldsmenntun bæði í hjúkrun og lækningum.

Í læknisfræðilega hluta samningsins er verið að staðfesta samkomulag um framhaldsmenntun í bráðalækningum og mun námið hefjast 1. janúar 2009, til tveggja ára. Samningurinn gerir ráð fyrir að sérfræðingur í bráðalækningum frá HMFP skipuleggi ásamt sérfræðingum slysa- og bráðasviðs Landspítalans kennslu og starfsþjálfun unglækna. Gestafyrirlesarar, sem jafnframt eru kennarar við Harvard, koma til landsins annan hvern mánuð, viku í senn á samningstímanum.

Í hjúkrunarfræðilega hluta samningsins er staðfest aðkoma hjúkrunarfræðikennara að diplomanámi í bráðahjúkrun á vegum Háskóla Íslands. Íslenskir hjúkrunarfræðingar í diplomanáminu munu eigi kost á 4 vikna starfsnámi á bráðamóttöku BIDMC auk þess að taka þátt í fyrlestrum, fræðslu og kennslu á meðan starfsnámi þar stendur.

Síðast en ekki síst er markmiðið með skipulögðu framhaldsnámi í bráðafræðum að efla og hvetja til rannsókna á sviðinu. Í samningnum er gert ráð fyrir þróunar- og rannsóknasamstarfi með það að markmiði að gera raunhæfan samanburð á starfsemi bráðaþjónustu milli landa.

HMFP er hópur kennara við Harvard háskólann í Banadríkjunum og starfa á Beth Israel Deaconess Medical Center (BIMDC) í Boston. BIDMC er samstarfssjúkahús Harvard háskólans og hefur verið leiðandi í alþjólegu samstarfi um framgang menntunar og vísinda í bráðaþjónustu.

 

Undirritun_vid_Harvard

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá undirritun um samstarfs og framhaldsmenntun í bráðalækningum og bráðahjúkrun.

Frá visntri: Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, Björn Zoëga, starfandi forstjóri LSH, Bo Madsen, frá Harvard, Anna Stefánsdóttir, starfandi forstjóri LSH, og Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, en hann og háskólarektor, lýstu sérstakri ánægju sinni með heilbrigðissamstarfið.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum