Hoppa yfir valmynd
28. janúar 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra styrkir Sunnuhlíð til nýbreytni í skólastarfi

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi eiga kost á því að kynna sér starfsemi hjúkrunarheimilis og stöðu aldraðra og gera það að hluta af námi sínu. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur veitt hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð í Kópavogi styrk til að standa undir kostnaði við þessa tilraun sem unnin er í samráði við Menntaskólann í Kópavogi.

Hugmyndin er sú að setja upp valáfanga í skólanum þar sem ungmenni ættu þess kost að velja sér að fá innsýn í starfsemi hjúkrunarheimilis og fræðast um stöðu aldraðra sem þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili. Boðið verður upp á þennan möguleika í MK nú á vorönn og í tilrauninni felst að ungmennin vinna eða starfa um stund á hjúkrunarheimilinu gegn greiðslu fyrir vinnuframlag sitt, auk þess sem þau vinna sér inn einingar og lífsreynslu.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum