Hoppa yfir valmynd
17. mars 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Hvetur til aukins samstarfs Norðurlandanna

Fundarmenn og frummælendur á Málþingi um Norrænt samstarf í heilbrigðisþjónustunni
Fundarmenn og frummælendur á Málþingi um Norrænt samstarf í heilbrigðisþjónustunni

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hvetur eindregið til aukins norræns samstarfs á heilbrigðissviði á ráðstefnu um málið.

Heilbrigðisráðherra undirstrikaði að sú samvinna þyrfti að vera á grundvelli hinnar norrænu velferðarhugsunar og ekki á ný-kapítalisma og græðgisvæðingu. “Ég er sannfærður um að Norðurlandabúar styðja eindregið nánari samvinnu innan Norðurlandanna á sviði heilbrigðisþjónustunnar. Þetta gera þeir á grundvelli þeirrar almennu hefðar sem ríkir í löndunum þar sem allir íbúarnir eiga sama rétt á þjónustunni og þar sem heilbrigðisþjónustan er skilgreind sem verkefni samfélagsins alls og ekki viðskipti fyrir banka og auðmenn. Þess vegna er afar mikilvægt að standa vörð um norræna a velferðarkerfið og að vinna saman á þeim grundvelli. Okkur ber að hafa í huga að Norðurlöndin hafa þróað einstaka heilbrigðisþjónustu í heiminum. Það voru ekki bankar, tryggingafélög, fjárfestar og auðjöfrar sem skópu það kerfi.” sagði Ögmundur Jónasson í erindi sínu á ráðstefnunni.

Ráðstefnan snýst um að ræða möguleikana á samvinnu Norðurlandanna, um það hvaða landamærahindranir standa í vegi fyrir samvinnu milli landa, og þá hefur talsvert verið rætt um drög að tilskipun ESB um réttindi sjúklinga en í þeim drögum er gert ráð fyrir talsverðum lækningum og heilbrigðisþjónustu án landamæra. Ole Norrback, sem stýrir nefnd um afnám landamærahindrana innan Norðurlandanna, sagði í ávarpi sínu að það þyrfti pólitískar ákvarðanir stjórnmálamanna á Norðurlöndunum til að rífa landamærahindranir niður og ekki bara orð. – Það þarf ríkari vilja í norrænu samstarfi ef menn vilja sjá árangur starfs síns. Heilbrigðisþjónusta sem veita má þvert á landamærin mun gera þjónustuna betri og við þurfum að beina sjónum okkar möguleikunum og ekki bara áhættunni sem fylgja kann auknu samstarfi.

Um níutíu manns frá Norðurlöndunum sækja málþingið sem haldið er á Hilton hótelinu og þar var meðal annars kynnt yfirgripsmikil skýrsla sem unnin var af svokalluðum Oxford hópi, en skýrsluna má finna á vef NICe www.nordicinnovation.net.

Ræða Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra.

Ole Norrback varpar fram spurningu
Ole Norrback formaður nefndar um afnám landamærahindrana varpar fram spurningu á Málþinginu

Pallborðið á Málþingi um Norrænt samstarf í heilbrigðisþjónustunni Pallborðið Pallborðsumræður Pallborðsumræður


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum