Hoppa yfir valmynd
18. mars 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Morgunverðarfundur - Heilbrigðisþjónusta á tímamótum: Ný viðhorf - nýjar lausnir - aukinn jöfnuður

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, boðar til morgunverðarfundar um heilbrigðisþjónustu á tímamótum í fyrramálið.

Morgunverðarfundurinn er fyrsti fundurinn af þremur sem heilbrigðisráðherra boðar til þar sem fundarefni eru þau tímamót sem eru í heilbrigðisþjónustunni. Þar á að ræða ný viðhorf, nýjar lausnir og hvernig auka má jöfnuð í heilbrigðisþjónustunni. Fyrsti fundurinn er í fyrramálið 19. mars og er hann opinn öllum og er starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni hvatt til að mæta. Morgunverður og þátttökugjald er 1750 krónur.

Fundurinn er öllum opinn og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar er sérstaklega hvatt til að mæta.

Dagskrá

8:00      Morgunverður

8:15        Ávarp heilbrigðisráðherra, Ögmundar Jónassonar

8:20        Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands:
               
Kreppan, heilbrigðiskerfið og vinnutengd líðan Jóns og Gunnu

8:40        Sigurður Thorlacius, dósent við læknadeild Háskóla Íslands:
               
Tengsl atvinnuleysis og heilsufars

9:00        Inga Jessen, viðskiptafræðingur:
              
Að hafa endalausan tíma, atvinnulaus í kreppunni

9:10        Fyrirspurnir og umræður

9:30        Fundi slitið


Fundarstýra: Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarkona heilbrigðisráðherra

 

Verð fyrir þátttöku og morgunverð: 1.750 kr.

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum