Hoppa yfir valmynd
14. maí 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Útilokar ekki neyslustýringu til að bæta tannheilsu barna

Ástæða er til að grípa til varnaraðgerða til að bæta tannheilsu barna og unglinga, segir heilbrigðisráðherra. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, lét þessa getið í tengslum við ársfund Sjúkrahússins á Akureyri sem haldinn var í dag. Það verður að skoða kostnaðarþættina, sem hafa áhrif á tannheilsu barna og ungmenna, segir heilbrigðisráðherra, og bætir við að nú verði að efna til umræðna um gríðarlega sykurneyslu ungu kynslóðarinnar.

– Sú umræða þarf að fara fram í skólunum á vettvangi ungu kynslóðarinnar og sú umræða verður að fara fram innan fjölskyldnanna í landinu, segir heilbrigðisráðherra og bætir við: - Við verðum að fara eftir þeim tilmælum og ábendingum sem berast frá stofnun eins og til dæmis Lýðheilsustöð og frá sérfræðingum sem hafa varað við sykuráti.” Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, lét þess einnig getið að liður í varnarbaráttunni gegn tannskemmdum ungmenna þyrfti að horfa til og vega og meta gagnsemi neyslustýringar sem fjölmargar þjóðir nota einmitt til að takmarka sykurneyslu.

– Öll þessi mál verðum við að skoða í heild, neyslumynstur, neyslustýringuna og áhrifin á tannheilsu barnanna. Tannheilsa þeirra verður tannheilsa allra Íslendinga, og hún mótast í framtíðinni af því sem við gerum í dag,” segir heilbrigðisráðherra.

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum