Hoppa yfir valmynd
12. júní 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Stofnanir í Fjallabyggða sameinaðar

Heilbrigðisstofnanir í Fjallabyggð sameinast 1. janúar 2010. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að sameina heilbrigðisstofnunina Siglufirði og heilsugæslustöðina í Ólafsfirði frá og með 1. janúar 2010 og hefur hann gefið út reglugerð af þessu tilefni. Hin sameinaða stofnun kallast með því Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð. Umskipti verða í samgöngumálum á svæðinu með jarðgöngum til Siglufjarðar þegar þau verða tekin í notkun og þar með eðlilegt að nýta möguleikana sem þá skapast til að sameina stofnanirnar tvær. Reglugerð heilbrigðisráðherra er sett með stoð í 3. málslið 1. mgr. 6. gr. laga nr.40/2007 um heilbrigðisþjónustu. Í fimmtu grein nefndra laga sem fjallar um heilbrigðisumdæmi segir m.a.: “Landinu skal skipt í heilbrigðisumdæmi og skal kveðið á um skiptinguna í reglugerð.Heilbrigðisstofnanir sem veita almenna heilbrigðisþjónustu í hverju umdæmi skulu hafa með sér samstarf um skipulag heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Ráðherra getur, að höfðu samráði við hlutaðeigandi sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga, ákveðið að sameina heilbrigðisstofnanir innan heilbrigðisumdæmis með reglugerð.”



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum