Hoppa yfir valmynd
30. júní 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Verðlaunuð fyrir framlag sitt til lýðheilsu eldri borgara

Barbro þakkar
Barbro Westerholm þakkar

Barbro Westerholm, prófessor, hlýtur Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár. Verðlaunin voru afhent á fundi norrænu félags- og heilbrigðismálaráðherranna í Reykjavík.

Barbro Westerholm fær verðlaunin fyrir störf sín sem tengjast heilsufari aldraðra á Norðurlöndunum og á Evrópuvettvangi.

Það er Norræni lýðheilsuháskólinn í Gautaborg sem tilnefnir verðlaunahafa fyrir hönd Norrænu ráherranefndarinnar og er gengið út frá því að verðlaunahafar hafi lagt sitt af mörkum til lýðheilsu á Norðurlöndunum og hafi haft umtalsverð áhrif með störfum sínum á þessu sviði.

Val sitt rökstyður Norræni lýðheilsuháskólinn með því að Barbro Westerholm hafi með störfum sínum haft afgerandi áhrif á sviði lýðheilsu á Norðurlöndum. Er í þessu sambandi meðal annars bent á störf hennar á sviði jafnréttis- og heilbrigðismála. Hin síðari ár hefur Barbro Westerholm lagt höfuðáherslu á að vinna að málefnum þeirra sem eldri eru. Í því starfi hefur hún lagt áherslu á heilbrigðismál aldraðra. Þetta hefur hún gert og sagt að allir ættu að huga að því að lifa lífinu, allt lífið.

Verðlaunaféð er 50.000 sænskar krónur.

Barbro Westerholm lauk læknisfræðinámi 1959, varð prófessor 1988. Hún er heiðursdoktor við háskólann í Uppsala og heiðursfélagi í sænska læknafélaginu.

Sjá nánar á vef Norræna lýðheilsuháskólans

Rektor Norræna Lýðheilsuháskólans afhenti verðlaunin og Ögmundur Jónasson færði Barbro blóm

Barbro tekur við verðlaununum af rektor Norræna lýðheilsuháskólans Ögmundur afhendir Barbro blóm í tilefni verðlaunanna

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum