Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Biðtíminn styttist

Biðtími eftir skurðaðgerðum í heilbrigðisþjónustunni hefur að undanförnu styst í flestum tilvikum.

Þetta kemur fram í samantekt Landlæknisembættisins, en þar er borin saman biðtími á fyrri hluta áranna 2008 og 2009. Áhersla hefur til dæmis verið lögð á að stytta bið eftir kransæðamyndatökum og víkkunum, en undanfarin misseri hafa liðlega eitt hundrað manns beðið eftir þessum aðgerðum. Í júní 2007 biðu 119 manns eftir aðgerð, í október 2007 biðu 113 eftir aðgerð, þessi tala var 123 í febrúar 2008, 64 í júní 2008, 86 í október 2008, en í júní síðastliðnum var þessi tala kominn niður í fjóra. Í samantekt Landlæknisembættisins segir um þessa stöðu: „Kransæðavíkkun og kransæðamyndtökum á Landspítala hefur fjölgað um tæp 8% milli ára sem skýrir þennan góða árangur“. Auk þjónustunnar við hjartasjúklinga hefur algengum gerviliðaaðgerðum á mjöðm og hné fjölgað á öllum sjúkrahúsum sem stytt hefur biðtíma. Sömu sögu er að segja um gallsteinaaðgerðirnar.

Sjá nánar á vef Landlæknisembættisins



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum