Hoppa yfir valmynd
30. september 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisráðherra segir af sér

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, gekk á fund forsætisráðherra í dag og sagði af sér ráðherraembætti.

Ögmundur Jónasson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, segist hafa verið þeirrar skoðunar að fara bæri þverpólitíska leið í svokölluðu Icesave-máli og að Alþingi ætti að fá það til umfjöllunar skuldbindingalaust. Innan ríkisstjórnarinnar væri hins vegar eindreginn vilji til þess að afgreiða málið samhljóða þaðan, áður en Alþingi fjallaði um málið, og að í ljósi þess eindregna vilja teldi hann farsælast að víkja úr ríkisstjórninni.

Ögmundur Jónasson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, skýrði sjónarmið sín fyrir starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins síðdegis.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum