Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Ánægja með heilbrigðisþjónustuna nyrðra

Þingeyingar eru ánægðir með heilbrigðisþjónustuna á Norðausturlandi. Kemur þetta fram í könnun sem unnin var á vegum Þekkingaseturs Þingeyinga.

Þekkingarsetur Þingeyinga kannaði viðhorf, væntingar og áform fólks á Norðausturlandi varðandi búsetu á svæðinu. Könnunin var gerð að frumkvæði og í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, bæði fyrir og eftir efnahagshrun. Meðal niðurstaðnanna er að mikil ánægja er á öllu svæðinu með heilbrigðisþjónustuna sem veitt er. Almennt kemur fram að dregið hefur úr ánægju með búsetuskilyrði milli áranna. Fjárhagslegar aðstæður eru erfiðari og óvissa meiri, draga hefur þurft úr þjónustu sveitarfélaga og óvissa í atvinnumálum er meiri.

Sjá nánar á vef Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum