Hoppa yfir valmynd
9. júní 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Ákvæði um fagstjórnendur breytt í lögum um heilbrigðisþjónustu

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu. Frumvarpið sem samþykkt var felur í sér þá breytingu að ekki er lengur bundið í lögum að vera skuli tveir faglegir yfirmenn á hverri heilsugæslustöð.

Breytingunum er ætlað að auka möguleika á hagræðingu og sveigjanleika í starfseminni. Með þeim verði hægt að sameina eða breyta stöðum stjórnenda, sem talið er auka skilvirkni og draga úr kostnaði.

Ferli lagafrumvarpsins á Alþingi


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum