Hoppa yfir valmynd
29. júní 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Fallið frá síðdegislokunum á hluta heilsugæslustöðva

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur afturkallað að hluta fyrirhugaða lokun síðdegisvakta sem gilda átti á heilsugæslustöðvum frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. Þegar hefur verið opnað aftur fyrir síðdegisvaktir á fjórum stöðvum og sú fimmta bætist við í vikunni.

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra óskaði eftir því að skoðað yrði að enduropna stöðvarnar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafði ákveðið að loka þeim vegna niðurskurðar. Hátt í átta þúsund komur voru á síðdegisvaktir heilsugæslunnar á tímabilinu í fyrrasumar. Ráðherra kveðst ánægð með þann árangur sem náðst hefur síðustu daga við að enduropna síðdegisvaktirnar. Þó séu það vonbrigði að ekki hafi tekist að opna stærstu stöðvarnar líkt og í Breiðholti, Grafarvogi og í vesturbæ.

Ráðherra skorar á lækna, sem eru starfsmenn heilsugæslunnar, að manna vaktir þannig að hægt sé að halda úti síðdegisþjónustu á þessum stóru stöðvum.

Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru upplýsingar um opnunartíma heilsugæslustöðvanna síðdegis í sumar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum