Hoppa yfir valmynd
15. október 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra velferðarráðuneytis

89 umsóknir bárust um embætti ráðuneytisstjóra nýs velferðarráðuneytis, sem verður til 1. janúar 2011 með sameiningu heilbrigðisráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. 

Embættið var auglýst 28. september og rann umsóknarfrestur út 13. október.

Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra, ákvað að fela þriggja manna hæfnisnefnd að fara yfir umsóknir um embættið. Í nefndinni eiga sæti dr. Ásta Bjarnadóttir, vinnu- og skipulagssálfræðingur, sem er formaður nefndarinnar, Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og Stefán Ólafsson, prófessor.

Í erindisbréfi nefndarinnar kemur fram að hún skuli vera ráðherra til fulltingis við undirbúning skipunar í embættið. Nefndin skal skila ráðherra skriflegu mati á hæfni umsækjenda innan tveggja vikna frá því að umsóknarfresti lýkur.

Skipað verður í embættið hið fyrsta og mun nýr ráðuneytisstjóri taka þátt í vinnu verkefnisstjórnar við undirbúning að stofnun nýs velferðarráðuneytis.

Helstu verkefni nýs velferðarráðuneytis varða almannatryggingar, barnavernd, félagslega aðstoð, félagsþjónustu sveitarfélaga, heilbrigðisþjónustu á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum, heilsugæslu, húsnæðismál, jafnréttismál, lyfjamál, lýðheilsumál, málefni aldraðra, fatlaðra, fjölskyldna og innflytjenda, skuldamál heimilanna og vinnumarkaðsmál.

Umsækjendur um embætti ráðuneytisstjóra velferðarráðuneytis (í stafrófsröð):

  •  Aðalbjörg Sigurðardóttir, læknaritari
  • Aníta Hólm Sigurðardóttir, ræstitæknir
  • Anna Elísabet Ólafsdóttir, MBA og M.Sc.
  • Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Ásgeir Böðvarsson, læknir
  • Ásta Laufey Þórarinsdóttir, skrifstofustjóri
  • Berglind Erlingsdóttir, læknaritari
  • Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri
  • Björk Halldórsdóttir, sjúkraliði
  • Björn Helgason, verkfræðingur
  • Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri
  • Brynhildur Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Dagbjört Eysteinsdóttir, starfsmaður í umönnun
  • Daníel Borgþórsson, kerfisstjóri
  • Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur
  • Edda Björg Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Elfa Breiðfjörð Helgadóttir, sjúkraliði
  • Elfa Ósk Jónsdóttir, starfsmaður í umönnun
  • Elín Sigurborg Harðardóttir, næringarráðgjafi
  • Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
  • Emil Ragnarsson, húsvörður
  • Erla Vilborg Hreiðarsdóttir, ræstitæknir
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson, sjúkraflutningamaður
  • Eyvör Gunnarsdóttir, ræstingastjóri
  • Friðrik Jónsson, sjúkraflutningar/eignaumsýsla
  • Frímann Sveinsson, yfirmatreiðslumeistari
  • Gabriela Kordula Lecka, ræstitæknir
  • Guðbjartur Ellert Jónsson, fjármálastjóri
  • Guðlaug Sigmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Guðrún Árný Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Guðrún Guðbjartsdóttir, innkaupastjóri
  • Guðrún Guðmundsdóttir, starfsmaður í umönnun
  • Guðrún K. Aðalsteinsdóttir, geislafræðingur
  • Guðrún Magnúsdóttir, læknaritari
  • Guðrún S. Steingrímsdóttir, ræstitæknir
  • Guðrún Sigtryggsdóttir, sjúkraliði
  • Guðrún Sigurðardóttir, sjúkraliði
  • Gunnar Rafn Jónsson, læknir
  • Hafdís Austfjörð Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Hallfríður Egilsdóttir, starfsstúlka í eldhúsi
  • Hallgrímur Hreiðarsson, læknir
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir, kennari
  • Helga K. Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður í eldhúsi
  • Hólmfríður Arnbjörnsdóttir, sjúkraliði
  • Hulda Sigríður Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
  • Ingibjörg Hauksdóttir, hjúkrunardeildarstjóri
  • Ingimar Einarsson, skrifstofustjóri
  • Ingunn Líney Indriðadóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Jófríður Hallsdóttir, starfsmaður í eldhúsi
  • Jóhanna Björnsdóttir, launafulltrúi
  • Jóhannes Ágústsson, magister
  • Jóna Birna Þóroddsdóttir, starfsmaður í umönnun
  • Kaja Martina Kristjánsdóttir, sjúkraliðanemi
  • Katrín Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Kristey Þráinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Kristín Arinbjarnardóttir, aðalbókari
  • Kristín Baldursdóttir, sjúkraliði
  • Kristín Elfa Björnsdóttir, sjúkraliði
  • Kristjana E. Gunnarsdóttir, ræstitæknir
  • Kristjana Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Kristrún Sigtryggsdóttir, félagsliði í umönnun
  • Laufey Jóhanna Jóhannesdóttir, sjúkraliði
  • Magnea Þórarinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Margrét G. Þórhallsdóttir, sjúkraliði
  • Málfríður Þorsteinsdóttir, starfsmaður í umönnun
  • Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir
  • Ragna Árnadóttir, lögfræðingur
  • Ragnhildur Þorgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Regína Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
  • Sesselja Fornadóttir, starfsstúlka í eldhúsi
  • Sigríður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  • Sigríður Jónsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur
  • Sigríður Krístín Þórhallsdóttir, matartæknir
  • Sigrún Aðalgeirsdóttir, símritari
  • Sigrún Harðardóttir, félagsliði
  • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur
  • Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir, ræstitæknir
  • Sigurlaug Elmarsdóttir, lyfjafræðingur
  • Sigurlína Benediktsdóttir, ræstitæknir
  • Sigurrós Þórarinsdóttir, sjúkraliði
  • Soffía B. Sverrisdóttir, geislafræðingur
  • Sólveig Ómarsdóttir, móttökuritari
  • Sólveig Pétursdóttir, læknir
  • Unnsteinn Júlíusson, læknir
  • Unnur Ilona Michaelsdóttir, sjúkraliði
  • Vera Kjartansdóttir, aðstoðarmaður í eldhúsi
  • Vilborg Ingólfsdóttir, skrifstofustjóri

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum