Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2007 Heilbrigðisráðuneytið

Staða forgangsröðunar í heilbrigðismálum í nokkrum löndum

Forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu var á síðustu tveimur áratugum tuttugustu aldar eitt helsta umræðuefni í heilbrigðismálum víða um lönd. Umræðan átti rót sína að rekja til þess að mörgum þótti sýnt að í framtíðinni yrðu ekki til ráðstöfunar nægilegir fjármunir til að sinna öllum verkefnum heilbrigðisþjónustunnar. Slíkt myndi leiða til þess að ekki yrði hægt að koma til móts við ítrustu kröfur allra. Það yrði því einfaldlega að velja og hafna á sviði heilbrigðismála eins og á öðrum sviðum þjóðlífsins.

Í eftirfarandi samantekt er gerð grein fyrir stöðu forgangsröðunar í heilbrigðisþjónustu í nokkrum löndum í lok ársins 2005 og er Ísland þar á meðal. Einnig er greint frá fyrirliggjandi verkefnum á þessu sviði. Um er að ræða fyrsta skrefið í að endurskoða skýrslu um Forgangsröðun í heilbrigðismálum frá árinu 1998. Þess er að vænta að samantektin efli umræður og skoðanaskipti um hvernig standa beri að gerð nýrrar heilbrigðisáætlunar sem leysa myndi núverandi áætlun af hólmi í byrjun næsta áratugar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum