Hoppa yfir valmynd
30. desember 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Skýrsla Líffæraígræðslunefndar 2003 - 2007

Líffæraígræðslunefnd skilaði skýrslu sinni fyrir árin 2003 - 2007 til heilbrigðisráðherra, en Guðlaugur Þór Þórðarson breytti heiti nefndarinnar á liðnu ári og skipaði nýja nefnd. Í nefndinni eru: Sveinn Magnússon yfirlæknir, heilbrigðisráðuneyti, formaður, Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri, Sjúkratryggingastofnun Íslands, Magnús Böðvarsson læknir, fulltrúi Landspítala í stjórn Scandiatransplant, og Runólfur Pálsson yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala, fulltrúi Landspítala.

Í skýrslu Líffæraígræðslunefndar kemur fram að græðslur nýrna frá lifandi gjöfum hafa verið 65 - 70% allra nýrnaígræðslna í íslenska sjúklinga síðustu tvo áratugi. Þetta hlutfall er með því mesta sem um getur í heimi og ber vott um lofsverða gjafmildi Íslendinga gagnvart sínum nánustu.

Skýrsla Líffæraígræðslunefndar 2003 - 2007

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum