Fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir

Ljós á skurðstofuÍ lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir er kveðið á um að gefa skuli fólki kost á ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir. Ráðgjafarþjónustan skal veitt á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum og má vera í starfstengslum við mæðranefnd, kvensjúkdómadeildir, geðvernd, fjölskylduráðgjöf og félagsráðgjafaþjónustu. Embætti landlæknis hefur með höndum yfirumsjón með framkvæmd og uppbyggingu slíkrar ráðgjafar og fræðslu. Jafnframt kemur fram í lögunum að sjúkratryggingar almannatrygginga greiði sjúkrakostnað vegna fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða.

Til baka Senda grein