Jafnréttissjóður Íslands

Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður með samþykki þingsályktunar 13/144 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum í fimm ár, 100 milljónir króna á ári, frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2020. Úthlutað verður úr sjóðnum 19. júní ár hvert.

Sjóðurinn starfar samkvæmt reglum um úthlutun styrkja Jafnréttissjóðs Íslands nr. 965/2016

Í starfsreglum Jafnréttissjóðs Íslands er nánar kveðið á um afgreiðslu styrkumsókna.

Í samræmi við þingsályktun um Jafnréttisjóð Íslands og reglur um úthlutun styrkja úr sjóðnum leggur stjórnin áherslu á að veita fé til verkefna sem:

 1. eru til þess fallin að vinna gegn launamun kynjanna og efla almennt jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í atvinnulífinu, 
 2. varpa ljósi á samfélagslegan, um· hverfislegan og efnahagslegan ávinning af auknu jafnrétti og styrkja jafnrétti á alþjóðavísu, t.d. með kynningu á íslenskum lausnum og áherslu á bætta stöðu kvenna í þróunarlöndum og á norðurslóðum, 
 3. ætlað er að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi, 
 4. falla undir þróunarverkefni í skólakerfinu sem ætlað er að stuðla að sterkri og jákvæðri sjálfsmynd pilta og stúlkna, svo sem með aukinni fræðslu í kynjafræðum, 
 5. eru til þess fallin að hvetja ungt fólk af báðum kynjum til aukinnar samfélagsþátttöku og stjórnmálastarfs og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess, 
 6. eru til þess fallin að varpa ljósi á stöðu kynjanna jafnt í samtíð sem fortíð.

Umsóknareyðublað 

Stjórn Jafnréttissjóðs Íslands, kosin á Alþingi 15. mars 2016.

Aðalmenn

 • Anna Kolbrún Árnadóttir
 • Guðni Elísson
 • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
 • Rachael Lorna Johnstone
 • Gunnar Þór Sigbjörnsson

Varamenn

 • Margrét Katrín Erlingsdóttir
 • Steinunn Stefánsdóttir
 • Þórey Vilhjálmsdóttir
 • Árni Matthíasson
 • Ingvar Jónsson
Til baka Senda grein