Kærunefndir

Á málefnasviðum velferðarráðuneytisins starfa fjórar kærunefndir

Unnið að úrskurði

Félagsdómur

Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Hlutverk Félagsdóms er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins

Kærunefnd húsamála

Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um ágreining milli eigenda í fjöleignarhúsum, milli leigjenda og leigusala íbúðar- og atvinnuhúsnæðis og milli leigusala og leigutaka lóða undir hús í frístundabyggð.

Kærunefnd jafnréttismála

Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, í eigin nafni eða fyrir hönd félagsmanna sem telja að ákvæði jafnréttislaga hafi verið brotin á sér, geta leitað atbeina kærunefndar jafnréttismála. Jafnréttisstofa getur óskað eftir að kærunefnd jafnréttismála taki mál til meðferðar.

Úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir

Til nefndarinnar er unnt að kæra ágreining um hvort framkvæma skuli fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerð. Annaðhvort landlæknir eða sjúkrahúslæknir getur vísað máli til nefndarinnar.

Úrskurðarnefnd velferðarmála

Nefndin varð til með lögum nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála 1. janúar 2016. Með lögunum voru eftirtaldar nefndir sameinaðar; kærunefnd barnaverndarmála, kærunefnd greiðsluaðlögunarmála, úrskurðarnefnd almannatrygginga, úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða, úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála og úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála. 

Aðsetur nefndarinnar

Úrskurðarnefnd velferðarmála
Katrínartúni 2
105 Reykjavík

Opnunartími kl. 10-12 og 13-15, mánudaga–föstudaga
Sími: 551 8200
Netfang:  postur@urvel.is

Birting úrskurða

Úrskurðir nefndarinnar eru birtir á urskurdir.is

Til baka Senda grein