Úrskurðarnefnd velferðarmála - Almannatryggingar

Hvað er unnt að kæra?

Til nefndarinnar er unnt að kæra ágreining sem rís um grundvöll, skilyrði eða fjárhæð bóta eða greiðslna samkvæmt 1. mgr. 13. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar,  og samkvæmt 1. mgr. 14. gr. laga nr. 99/2007 um félagslega aðstoð . Einnig er unnt að kæra ágreining um endurkröfurétt, ofgreiðslur og innheimtu þeirra samkvæmt 55. gr. laga um almannatryggingar.

Enn fremur er unnt að kæra til úrskurðarnefndarinnar niðurstöður Sjúkratrygginga Íslands í málum er varða sjúklingatryggingu, samanber 16. gr. laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu, og ágreining um grundvöll, skilyrði eða fjárhæð bóta samkvæmt III. kafla laga nr. 112/2008 , samanber 1. mgr. 36. gr. laganna, samanber og  2. mgr. 25. gr. laga nr. 45/2015 um slysatryggingar almannatrygginga.

Ágreiningi vegna örorkumats tryggingalækna sem ætlað er til notkunar hjá lífeyrissjóðum, verður ekki skotið til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Kærufrestur

Kærufrestur er þrír mánuðir frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.

Málsmeðferð hjá nefndinni

  1. Kæranda er sent bréf um móttöku kæru.
  2. Nefndin óskar skriflegrar skýringar hjá Tryggingastofnun ríkisins/Sjúkratryggingum Íslands á kærðri afgreiðslu/ákvörðun.
  3. Skrifleg skýring Tryggingastofnunar/Sjúkratrygginga er send kæranda til kynningar og gefst honum færi á að koma að athugasemdum og/eða frekari gögnum.
  4. Þegar undirbúningi máls er lokið tekur nefndin kæruna til meðferðar og úrskurðar.
  5. Skriflegur úrskurður nefndarinnar er sendur kæranda og Tryggingastofnun/Sjúkratryggingum.  

Málsmeðferðartími

Afgreiðslutími máls hjá úrskurðarnefnd velferðarmála getur verið allt að þrír mánuðir eftir að henni berst mál.

Kostnaður

Málsmeðferð er aðilum máls að kostnaðarlausu.

Eyðublað

Kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála

Kærueyðublöð liggja einnig frammi hjá eftirtöldum stofnunum:

  • Úrskurðarnefnd velferðarmála, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu í Reykjavík.
  • Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114 í Reykjavík.
  • Umboðsmönnum Tryggingastofnunar um land allt.
  • Sjúkratryggingum Íslands, Laugavegi 114–116 í Reykjavík. 
  • Velferðarráðuneytinu, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu í Reykjavík.

Kæruna skal undirrita áður en hún er send til úrskurðarnefndar velferðarmála. Nauðsynlegt að senda umboð með kæru þegar kærandi veitir öðrum aðila umboð til að fara með mál fyrir sín hönd.


Mælt er með notkun Acrobat Reader við útfyllingu eyðublaða á PDF formi. Notkun annarra forrita eða viðbóta við vafra geta valdið vandræðum með íslenska stafi. Vistið skjalið inn á tölvuna ykkar með því að hægri-smella á krækjuna og velja Vista sem/Save link as/Save taget as (mismunandi eftir vöfrum). Opnið síðan skjalið á venjulegan hátt í Acrobat Reader, fyllið það út og vistið.

Fylgigögn

Æskilegt er að með kæru fylgi ljósrit af bréfi því sem varðar hina kærðu afgreiðslu. 

Aðsetur nefndarinnar

Úrskurðarnefnd velferðarmála
Katrínartúni 2
105 Reykjavík

Opnunartími kl. 10-12 og 13-15, mánudaga–föstudaga
Sími: 551 8200
Netfang: postur@urvel.is

Birting úrskurða

Úrskurðir nefndarinnar eru birtir á urskurdir.is

Til baka Senda grein