Úrskurðarnefnd velferðarmála - Greiðsluaðlögunarmál

Hvað er unnt að kæra?

Til úrskurðarnefndar velferðarmála er unnt að kæra ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010.

Kærufrestur

Kærufrestur er tvær vikur frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.

Málsmeðferð

Eftir að erindi berst úrskurðarnefndinni er óskað eftir greinargerð frá embætti umboðsmanns skuldara um kæruna. Kæranda er síðan send greinargerðin og honum gefinn frestur til athugasemda. Þegar allar upplýsingar eru taldar liggja fyrir er málið tekið til úrskurðar.

Sé kært vegna ákvörðunar umsjónarmanns vegna nauðasamnings og/eða greiðsluaðlögunar fasteignaveðkrafna skal úrskurðarnefndin taka afstöðu innan tveggja vikna.

Úrskurðir nefndarinnar fela í sér endanlega stjórnvaldsákvörðun.

Kostnaður

Málsmeðferð er aðilum máls að kostnaðarlausu.

Eyðublað

Kæruna skal undirrita áður en hún er send til úrskurðarnefndar velferðarmála. Nauðsynlegt að senda umboð með kæru þegar kærandi veitir öðrum aðila umboð til að fara með mál fyrir sín hönd.

Mælt er með notkun Acrobat Reader við útfyllingu eyðublaða á PDF formi. Notkun annarra forrita eða viðbóta við vafra geta valdið vandræðum með íslenska stafi. Vistið skjalið inn á tölvuna ykkar með því að hægri-smella á krækjuna og velja Vista sem/Save link as/Save taget as (mismunandi eftir vöfrum). Opnið síðan skjalið á venjulegan hátt í Acrobat Reader, fyllið það út og vistið.

Fylgigögn

Æskilegt er að með kæru fylgi afrit af þeirri ákvörðun sem kærð er.

Aðsetur nefndarinnar

Úrskurðarnefnd velferðarmála
Katrínartúni 2
105 Reykjavík

Opnunartími kl. 10-12 og 13-15, mánudaga–föstudaga
Sími: 551 8200
Netfang: postur@urvel.is

Birting úrskurða

Úrskurðir nefndarinnar eru birtir á urskurdir.is.

Til baka Senda grein