Úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir

Úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir

Hvað er unnt að kæra til úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir?

Rísi ágreiningur um hvort framkvæma skuli fóstureyðingu eða ófrjósemisaðgerð skal málinu tafarlaust vísað til landlæknis sem leggur málið undir nefndina. Auk þess hafa sjúkarhúslæknar heimild til að vísa máli til nefndarinnar.

Málsmeðferðartími

Úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir skal úrskurða um mál innan viku frá því að henni berst það í hendur, en að jafnaði er málsmeðferðartími nefndarinnar mun skemmri.

Kostnaður

Málsmeðferð er aðilum máls að kostnaðarlausu.

Aðsetur nefndarinnar

Unnt er að hafa samband við úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir með tölvupósti til formanns nefndarinnar (arnar@lmu.is)

Birting úrskurða

Úrskurðir nefndarinnar eru ekki birtir opinberlega en nefndin sendir ársskýrslu til landlæknisembættisins um störf sín.

Til baka Senda grein