Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði

Rannsókn á heilbrigðissviðiÞað er hlutverk Vísindasiðanefndar að meta umsóknir um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Hér má nefna rannsóknir sem varða sjúkdóma hjá mönnum, erfðir sjúkdóma, tilraunir með ný lyf eða nýjar aðferðir til að lina þjáningar og lækna sjúkdóma, auk rannsókna sem lúta að söfnun eða vinnslu úr heilbrigðisupplýsingum, t.d. úr sjúkraskrám, gagnasöfnum og spurninga- eða viðtalskönnunum. Mat Vísindasiðanefndar lýtur bæði að vísindalegum og siðferðilegum þáttum fyrirhugaðra rannsókna samanber lög um réttindi sjúklinga.

Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði skulu ekki leyfðar nema að undangengnu mati á hugsanlegri áhættu annars vegar og gagnsemi hins vegar. Við það mat skulu hagsmunir einstaklings þó ætíð vega þyngra en hagsmunir vísinda eða samfélags.

Til baka Senda grein