Áfengis- og vímuvarnir

Áfengis-og vímuvarnirVelferðarráðuneytið annast stefnumótun í áfengis- og vímuvörnum. Embætti  landlæknis annast meðal annars verkefni á sviði áfengis- og vímuvarna í þágu lýðheilsu, samanber lög um landlækni og lýðheilsu og veitir  ráðherra  og öðrum stjórnvöldum, fagfólki og almenningi  fræðslu  um  málefni á þessu sviði.

Starfsemi Embættis landlæknis á sviði áfengis- og vímuvarna skiptist í öflun og miðlun upplýsinga, heilsueflingarverkefni og rannsóknir auk styrkveitinga úr Lýðheilsusjóði.

Embætti landlæknis er miðstöð vímuvarna í landinu og veitir sem slík faglega ráðgjöf um stefnumótun, rannsóknir og önnur málefni er varða áfengis- og vímuvarnir. Einnig stuðlar embættið að samvinnu og samræmingu starfa á meðal þeirra sem vinna að vímuvörnum. Á vegum embættisins er unnið fræðsluefni um áfengi og önnur vímuefni fyrir fagfólk og almenning.

Til baka Senda grein