Heilsuefling

HeilsueflingStefnumótun á sviði heilsueflingar fellur undir verkefni  velferðarráðuneytisins. Embætti  landlæknis annast meðal annars verkefni á sviði forvarna og heilsueflingar í þágu lýðheilsu, samanber lög um landlækni og lýðheilsu og veitir ráðherra og öðrum stjórnvöldum, fagfólki og almenningi fræðslu um málefni á þessu sviði.

Heilsuefling miðar að því að hafa áhrif á lifnaðarhætti  fólks og gera því kleift að lifa heilsusamlegu lífi við heilnæmar aðstæðurMeð heilsueflingu er leitast við að efla heilbrigði með því að skapa fólki félagslegar, menningarlegar og efnahagslegar aðstæður og umhverfi sem gera einstaklingum og samfélaginu kleift að auka hreysti og efla vitund og vilja til að viðhalda heilbrigði.

Til baka Senda grein