Mælaborð húsnæðismarkaðar

Fjölbýli - Ljósmyndari Yadid Levy / Norden.org

Yfirlit yfir stöðu húsnæðismarkaðar á Íslandi


Innihald smáforrits:

 • Fjöldi íbúða á Íslandi, skipt eftir landsvæðum og sveitarfélögum. Gögn frá 2006–2016.
 • Fjöldi leiguíbúða á vegum sveitarfélaga (félagsleg úrræði), skipt eftir sveitarfélögum. Gögn frá 2006–2016.
 • Upplýsingar um fjölda og veltu kaupsamninga, skipt eftir póstnúmerum. Gögn frá júlí 2006 til ágúst 2016.
 • Upplýsingar um þinglýsta leigusaminga, fjölda og leiguverð, skipt eftir póstnúmerum. Gögn frá janúar 2011 til ágúst 2016.
 • Fjármögnunaraðilar og tegundir lána. Gögn frá árunum 2010–2015.

Heimildir:

 • Þjóðskrá Íslands
 • Hagstofa Íslands
 • Velferðarráðuneytið
 • Capacent
 • Samband íslenskra sveitarfélaga
 • Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur

Forsendur gagna og greininga:

Allar fjárhæðir í smáforritinu eru á verðlagi hvers árs.

Allir samningar úr gagnagrunnum Þjóðskrár, sem eru ekki með hnitsetningu á eignum, eru undanskildir við greiningu.

Einungis eru upplýsingar um fullbúnar eignir. Upplýsingar um staðgreiðslu- og leiguverð eru fullnægjandi og aðeins ein eign er á viðkomandi samningum.

Skekkjur í framsetningu skýrast af reiknireglu við vörpun póstnúmera á sveitarfélög. Skekkjurnar eru óverulegar.

Útgefandi: Velferðarráðuneytið, 2016
Útgáfa: 1.0
Ábyrgðaraðili: Skrifstofa hagmála og fjárlaga/Hhg

Hafa samband: postur@vel.is

Til baka Senda grein