Eldra efni

Eldra efni

Aðgerðaáætlun gegn ofbeldi á heimilum og kynferðislegu ofbeldi

Ríkisstjórnin samþykkti í september 2006 aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis sem gildir til ársins 2011.

Mótun stefnu og aðgerðaáætlunar í málefnum barna og barnafjölskyldna

Félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði verkefnisstjórn 2013 sem falið var að móta stefnu og aðgerðaáætlun í málefnum barna og barnafjölskyldna til ársins 2020. Verkefnisstjórn lauk störfum haustið 2015.

Málefni fatlaðra til sveitarfélaga

Ákvörðun um að hefja endurskoðun á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga var tekin á samráðsfundi ríkis og sveitarfélaga sem haldinn var 16. febrúar 2007. Alþingi samþykkti 17. desember 2010, frumvarp til breytinga á lögum um málefni fatlaðra um flutning málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011. Samþykkt var breyting á heiti laganna og heita þau nú lög um málefni fatlaðs fólks.

Evrópuár um virkni aldraðra

LaunajafnréttiEvrópusambandið tileinkaði árið 2012 virkni á efri árum og samstöðu milli kynslóða (e. European Year for Active Ageing and Solidarity between Generations) og var Ísland þátttakandi í verkefnum og viðburðum sem því tengdust.

Þjónusta við fötluð börn og fullorðna

Félagsmálaráðherra kynnir stefnumótun um þjónustu við fötluð börn og fullorðna 2007-2016

Jafnréttisvaktin

JafnréttisvaktinRíkisstjórnin samþykkti á fundi sínum þann 10. febrúar 2009 að setja á fót vinnuhópur til að meta áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna. Hópurinn er skipaður af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, félags- og tryggingamálaráðherra.

Jafnrétti nú

Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Mannréttindaskrifstofa Íslands standa saman að átakinu Jafnrétti nú! og er markmið átaksins að vinna gegn mismunun í samfélaginu.

Evrópuár jafnra tækifæra

Árið 2007 er Evrópuár jafnra tækifæraÍslendingar taka virkan þátt í Ári jafnra tækifæra með öðrum Evrópuþjóðum. Markmiðið er að samfélagið verði umburðarlyndara og víðsýnna í lok ársin.

50+

50+Árið 2005 skipaði félagsmálaráðherra sjö manna verkefnisstjórn sem ætlað er að stýra fimm ára verkefni sem hefur það meginmarkmið að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði.

Sveitarstjórnarkosningar 2006 (vefur)

Sérstakur vefur félagsmálaráðuneytisins um sveitarstjórnarkosningar 2006.

Straumhvörf - efling þjónustu við geðfatlaða

Vefsíðu þessari er ætlað að vera upplýsingaveita um verkefnið og framgang þess, auk þess að vera samráðsvettvangur vegna stefnumótunar í málefnum geðfatlaðra.

Jafnrétti í skólum (vefur)

UngmenniÁ síðunni eru upplýsingar og góðar hugmyndir fyrir kynjameðvitaðar leiðbeiningar varðandi menntun og störf fyrir stráka og stúlkur. Tilgangurinn er að foreldrar, kennarar og ráðgjafar, sem eiga að ráðleggja ungmennum varðandi menntun og störf, geti hér fundið efni til umhugsunar og innblásturs.

Mansal

Á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Tallin 26. ágúst 2002 var ákveðið að skipa starfshóp er vinna skyldi gegn mansali („The Nordic Baltic Task Force against Trafficking in Human Beings“).

Efling sveitarstjórnarstigsins

Vefsíða þessi er upplýsingaveita um verkefnið og framgang þess en því lauk í október 2005.

Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum

Konur og karlar hafa að mörgu leyti ólíkan bakgrunn, uppeldi og reynslu. Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum starfaði frá árinu 1998 til 2003.

Fjölskylduráð

Í byrjun árs 1998 skipaði félagsmálaráðherra fjölskylduráð í samræmi við þingsályktun um mótun opinberrar fjölskyldustefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar.

Úr myndasafni félags- og tryggingamálaráðuneytis

Til baka Senda grein