Reglur sveitarfélaga - Reykjanesbær - Félagsþjónusta

Reglur

um félagsþjónustu í Reykjanesbæ


1. kafli. Markmið.

2. kafli. Fjölskyldu- og félagsmálaráð.

3. kafli. Félagsleg ráðgjöf.

4. kafli. Almenn fjárhagsaðstoð.
4.1. Markmið með fjárhagsaðstoð.
4.2. Réttur til fjárhagsaðstoðar.
4.3. Reglur um aðstoð til greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum. 5. kafli. Málefni barna og ungmenna.
5.1. Barnavernd.
5.2. Gæsluvellir.
5.3. Daggæsla barna í heimahúsum.

6. kafli. Þjónusta við unglinga.

7. kafli. Þjónusta við aldraða.
7.1. Almenn þjónusta.
7.2. Reglur fyrir inntöku á Dagdvöl aldraðra

8. kafli. Þjónusta við fatlaða.
8.2. Liðveisla.
8.3. Akstur.

9. kafli. Félagsleg heimaþjónusta.
9.1. Reglur um félagslega heimaþjónustu.
9.2. Reglur um félagslega heimaþjónustu vegna fjölburafæðinga
9.3. Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu. 10. kafli. Húsnæðismál.
10.1. Almennt um húsnæðismál.
10.2. Starfsreglur um staðfestingu viðbótarlána til íbúðarkaupa 11. kafli. Aðstoð við áfengissjúka og vímugjafavarnir.


Samþykkt í fjölskyldu- og félagsmálaráði þann 11. nóvember 1997.
Samþykkt í bæjarstjórn þann 20. janúar 1998.
Gildir frá 1. febrúar 1998 með áorðnum síðari breytingum.


1. KAFLI - MARKMIÐ.


1.1. Markmið.

1.1.1.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar er þjónustustofnun og eru markmið hennar skilgreind í I. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með ároðnum breytingum.

1.1.2.
Félagsþjónusta í Reykjanesbæ hefur að leiðarljósi að stuðningur hennar við íbúa í bæjarfélaginu hvetji þá til ábyrgðar á sjálfum sér og öðrum og til fjárhagslegs sjálfstæðis. Í störfum sínum skulu starfsmenn félagsmálastofnunar virða sjálfsákvörðunarrétt skjólstæðinga sinna.
2. KAFLI - FJÖLSKYLDU- OG FÉLAGSMÁLARÁÐ


2.1. Reglur um fjölskyldu- og félagsmálaráð Reykjanesbæjar.

2.1.1.
Fjölskyldu- og félagsmálaráðReykjanessbæjar skal skipað fimm mönnum og jafnmörgum til vara, sem allir eru kosnir hlutfallskosningu af bæjarstjórn. Bæjarstjórn kýs formann ráðsins, en að öðru leyti skiptir ráðið með sér verkum. Kjörtímabil er sem segir í samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar.

2.1.2.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð fer með stjórn og framkvæmd félagsþjónustu í Reykjanesbæ í umboði bæjarstjórnar.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð skal eiga frumkvæði að eflingu félagsmála hjá Reykjanesbæ og skipuleggja og samræma félagsmálastarfsemina. Framkvæmd ákvarðana ráðsins er í höndum Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar.

2.1.3.
Ákvarðanir fjölskyldu- og félagsmálaráð eru endanlegar, varðandi fjárhagsaðstoð, en þó skal leita samþykkis bæjarstjórnar fyrir meiriháttar fjárhagsaðstoð. Fjölskyldu- og félagsmálaráð skal halda gerðabók og senda bæjarstjórn afrit fundagerða jafnóðum. Ráðið skal einnig halda sérstaka gerðabók yfir trúnaðarmál og skal bókin alfarið vera í vörslu ráðsins.

2.1.4.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð fer með verkefni húsnæðisnefndar skv. 13.gr. laga nr. 44/1998 og húsaleigunefndar sbr. lög nr. 33/1979 um húsaleigusamninga.

2.1.5.
Fjölskyldu- og félagsmálastofnun skal annast í umboði fjölskyldu- og félagsmálaráðs:

a. Fjárhagsáætlunargerð vegna félagsmála. Stofnunin skal hafa eftirlit með útgjöldum, samþykkt og áritun reikninga.

b. Stjórnun og eftirlit með gæsluvöllum og dagmæðrum. Tillögur um uppbyggingu gæsluvalla og opinna leiksvæða sbr. 5. kafla í reglum þessum.

c. Málefni fjölskyldna og einstaklinga varðandi fjárhagsaðstoð og einnig ráðgjöf og
upplýsingar.

d. Aðstoð við áfengissjúka og vímugjafavarnir sbr. 11. kafla í reglum þessum.

e. Barnavernd sbr. 5. kafla í reglum þessum.

f. Félagslega heimaþjónustu vegna forfalla um stundarsakir og aðstoð við aldraða svo og fatlaða einstaklinga sem dvelja í heimahúsum, svo og í öðrum tilvikum ef þörf krefur sbr. 7. og 9. kafla í reglum þessum .

g. Félagsleg húsnæðismál sbr. 10. kafla í reglum þessum

h. Málefni aldraðs fólks, s.s. að veita upplýsingar og ráðgjöf, stuðla að uppbyggingu á hentugu húsnæði fyrir eldri borgara svo og stofnunum fyrir aldraða þegar þeir geta ekki lengur dvalist í heimahúsum.

Höfuðmarkmið þeirrar félagslegu aðstoðar sem Fjölskyldu- og félagsþjónustan, í umboði Fjölskyldu- og félagsmálaráðs fer með, skal vera að hjálpa fólki til sjálfsbjargar með endurhæfingu, upplýsingum og ráðgjöf og vekja sjálfstraust viðskiptavina.

2.1.6.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð gerir áætlanir um þörf Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar fyrir starfsfólk.
Um ráðningu starfsmanna hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustunni fer skv. reglum í starfsmannastefnu Reykjanesbæjar.

2.1.7.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð getur lagt til við bæjarstjórn að skipaðar verði nefndir til að fjalla um einstaka þætti félagsmála og til að sjá um einstök verkefni. Fjölskyldu- og félagsmálaráð setur nefndum þessum starfsreglur eftir atvikum.

2.1.8.
Félagsmálastjóri stjórnar daglegri starfsemi Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar og skiptir störfum og verkefnum milli starfsmanna í samráði við þá. Hann skal sitja fundi Fjölskyldu- og félagsmálaráðs og er heimilt að sitja fundi annarra félagsmálanefnda með málfrelsi og tillögurétt. Nánari ákvæði um störf og stöðu félagsmálastjóra skulu sett í sérstöku erindisbréfi.

2.1.9.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð og félagsmálastjóri skulu, ef þurfa þykir, leita sérfræðilegrar aðstoðar til lausnar þeim málum sem til umfjöllunar eru s.s. lækna, sálfræðinga, geðlækna og lögfræðinga.

2.1.10.
Bæjarskrifstofan annast bókhald, launagreiðslur og gjaldkerastörf fyrir Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar.

2.1.11.
Þagnarskylda er lögð á herðar þeim sem hefur fengið vitneskju um einkamál vegna starfa hjá fjölskyldu- og félagsþjónustunni eða í nefndum og ráðum á vegum hennar. Þagnarskylda helst þó látið sé af starfi. Starfsmenn og nefndarmenn sem um slík mál fjalla skulu undirrita drengskaparheit varðandi þagnarskyldu.3. KAFLI - FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF.


3.1. Félagsleg ráðgjöf.

3.1.1.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar hefur í boði endurgjaldslausa félagslega ráðgjöf fyrir íbúa bæjarfélagsins. Á hennar vegum skal leitast við að menntað starfsfólk í félagsráðgjöf eða hliðstæðu sviði annist félagslega ráðgjöf. Markmið ráðgjafarinnar er að veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindi og veita stuðning og leysa úr persónulegum og félagslegum vanda.
Félagsleg ráðgjöf tekur m.a. til ráðgjafar á sviði fjármála, húsnæðismála, uppeldismála, skilnaðarmála, þar með talinna forsjár- og umgengnismála, ættleiðingarmála o.fl. Ráðgjöfin skal veitt í eðlilegu samhengi við aðra aðstoð á vegum félagsmálastofnunar og í samvinnu við aðra er veita slíka þjónustu, s.s. skóla og heilsugæslustöðvar, eftir því sem við á.4. KAFLI - ALMENN FJÁRHAGSAÐSTOÐ


4. KAFLI - FJÁRHAGSAÐSTOÐ

4.1. Almenn atriði

4.1.1. Inntak fjárhagsaðstoðar

Sveitarfélögum er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar, sbr. IV. og VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum, sbr. og III. kafla reglna þessara.

Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna sbr. IV. kafla í reglum þessum.

Gefa skal sérstakan gaum að fjárhagslegum og félagslegum aðstæðum barnafjölskyldna og meta sérstaklega þarfir barna vegna þátttöku þeirra í þroskavænlegu félagsstarfi, í samræmi við 30. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum, sbr. gr. 4.4.1. í reglum þessum.

Jafnan skal kanna til þrautar rétt umsækjanda til annarra greiðslna, þar með talið frá almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, lífeyrissjóðum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga, svo og skal kanna rétt til aðstoðar samkvæmt lögum um námsstyrki.

Fjárhagsaðstoð skal veitt í eðlilegum tengslum við önnur úrræði félagsmálanefndar, svo sem ráðgjöf og leiðbeiningar, í samræmi við V. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

4.1.2. Framfærsluskylda

Hverjum manni er skylt að framfæra sjálfan sig, maka sinn og börn yngri en 18 ára. Fólk sem er í skráðri sambúð í Þjóðskrá á sama rétt til fjárhagsaðstoðar og hjón. Sambúðin skal hafa verið skráð í Þjóðskrá í a.m.k. eitt ár áður en umsókn er lögð fram, sbr. 19. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

4.1.3. Lækkun grunnfjárhæðar

Hafi umsækjandi hafnað atvinnu eða sagt starfi sínu lausu án viðhlítandi skýringa eða eigi sjálfur sök á uppsögn, skerðist réttur hans til framfærslu um helming þann mánuð sem hann hafnar vinnu svo og mánuðinn þar á eftir.

Sama á við atvinnulausan umsækjanda sem ekki framvísar vottorði eða greiðsluseðli frá svæðisvinnumiðlun án viðhlítandi skýringa. Einnig skerðist réttur umsækjanda með sama hætti sem hætt hefur þátttöku í átaksverkefni, endurhæfingu og einstaklingsmiðaðri áætlun hjá ráðgjafa, nema veigamiklar ástæður sem fram koma við mat á aðstæðum umsækjanda mæli gegn því.

4.1.4. Réttur fylgir lögheimili

Umsókn um fjárhagsaðstoð skal leggja fram í lögheimilissveitarfélagi. Þurfi fólk á skyndilegri aðstoð að halda í dvalarsveitarfélagi er skylt að veita tímabundna aðstoð. Skal um það haft samráð við lögheimilissveitarfélag og aðstoð metin og veitt í samræmi við reglur þess. Lögheimilissveitarfélag endurgreiðir dvalarsveitarfélagi kostnaðinn, sbr. 14. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

4.1.5. Form fjárhagsaðstoðar

Fjárhagsaðstoð skal að jafnaði veitt sem styrkur. Fjárhagsaðstoð er einungis veitt sem lán óski umsækjandi þess eða könnun á aðstæðum leiðir í ljós að eðlilegt sé að gera kröfur um endurgreiðslur með tilliti til eigna og framtíðartekna, sbr. og 22. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Lán eru vaxtalaus.

4.1.6. Tímabil samþykkis hverju sinni

Fjárhagsaðstoð skal að öðru jöfnu vera greidd einn mánuð í senn.Aðstæður þeirra sem leita eftir fjárhagsaðstoð skulu kannaðar sérstaklega og félagsleg ráðgjöf veitt í samræmi við V. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þá skal umsækjanda bent á Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna ef við á.

Í undantekningartilvikum er heimilt að veita fjárhagsaðstoð vikulega vegna sérstakra aðstæðna.

Fjárhagsaðstoð er aldrei veitt aftur í tímann.

4.2. Umsókn um fjárhagsaðstoð

4.2.1. Umsókn og fylgigögn

Umsókn um fjárhagsaðstoð skal leggja fram hjá Stoðþjónustu FFR. Í neyðartilfellum er heimilt að leggja umsókn fram í dvalarsveitarfélagi, sbr. 4.1.4. gr. þessara reglna.

Umsókn skal undirrituð á sérstök umsóknareyðublöð, þar sem fram komi upplýsingar um umsækjanda, þar með talið lögheimili, fjölskyldugerð, nafn maka og barna á framfæri og nákvæmar upplýsingar um tekjur og eignir. Umsókn skal fylgja staðfest skattframtal vegna síðastliðins árs sbr. 24.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélagayfirlit yfir allar tekjur og aðrar greiðslur til umsækjanda og maka hans þann mánuð sem umsókn er lögð fram og mánuðinn á undan, þar með taldar greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, lífeyrissjóðum, Atvinnuleysistryggingasjóði, sjúkrasjóðum stéttarfélaga eða öðrum aðilum.

Umsækjandi getur veitt öðrum skriflegt umboð til að sækja um aðstoð fyrir sína hönd.

Þegar umsækjandi er atvinnulaus skal hann framvísa vottorði fráVinnumálastofnun er staðfestir atvinnuleysi hans. Njóti umsækjandi réttar til atvinnuleysisbóta skal hann framvísa greiðsluseðli. Hafi umsækjandi ekki fengið atvinnuleysisbætur vegna veikinda skal hann framvísa læknisvottorði. Hafi hann ekki skráð sig hjáVinnumálastofnun, án viðhlítandi skýringa, hefur það áhrif á fjárhæð, sbr. 4.1.3. gr. þessara reglna.

4.2.2.Upplýsingar um tekjur og fjárhag umsækjanda

Fjölskyldu- og félagsmálaráð getur, ef þörf krefur, aflað frekari upplýsinga um tekjur og eignir umsækjanda, m.a. hjá skattayfirvöldum, atvinnurekendum, Tryggingastofnun ríkisins, lífeyrissjóðum og VinnumálastofnunSkal það gert í samráði við umsækjanda. Neiti umsækjandi að veita upplýsingar um fjárhag sinn eða maka stöðvast afgreiðsla umsóknar hans.

4.3. Réttur til fjárhagsaðstoðar, mat á fjárþörf og útreikningur fjárhagsaðstoðar

4.3.1. Mat á fjárþörf

Við ákvörðun á fjárhagsaðstoð skal grunnfjárþörf til framfærslu, lögð til grundvallar og frá henni dregnar heildartekjur.

Tekið skal tillit til sérstakra aðstæðna eftir því sem við á sbr. reglur þessar.4.3.2.

4.3.2. GrunnfjárhæðFjárhagsaðstoð til einstaklings 18 ára og eldri getur mánaðarlega numið allt að fullum kvarða einstaklings eins og hann er hverju sinni, hér eftir nefnd grunnfjárhæð. Upphæð fjárhagsaðstoðar er óháð því hvort barn/börn búi á heimilinu. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar tekur mið af neysluvísitölu. og skal breytt 1. janúar ár hvert, í samræmi við hana. Grunnvísitala miðast við janúar 2006 (249,7 stig).

Fjárhagsaðstoð til hjóna og fólks í skráðri sambúð getur mánaðarlega numið allt að grunnfjárhæð x 1,6 . Mat á fjárhagsaðstoð er óháð því hvort barn eða börn búa á heimilinu.

Í þeim tilvikum sem umsækjandi hefur ekki hafið sjálfstæða búsetu og býr hjá foreldrum eða ættingjum og á rétt á fjárhagsaðstoð skal aðstoðin nema hálfri grunnfjárhæð.

Í þeim tilvikum sem umsækjandi er í meðferð á stofnun og er tekju og/eða réttindalaus, getur hann sótt um fjárhagsaðstoð sem nemur vistgjaldi á stofnun og vasapeninga sem miðaðir eru við vasapeninga vistmanna hjá TR eins og þeir eru hverju sinni. Samtals getur styrkurinn aldrei verið hærri en grunnfjárhagsaðstoð hverju sinni.

4.3.3. Tekjur umsækjandaAllar tekjur umsækjanda og maka ef við á, í þeim mánuði er sótt er um og tvo mánuði á undan, eru taldar með við mat á fjárþörf. Með tekjum er hér átt við allar tekjur og greiðslur til umsækjanda og maka, þ.e. atvinnutekjur, allar greiðslur frá T.R.(nema greiðslur með börnum), greiðslur úr lífeyrissjóðum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga, atvinnuleysisbætur, leigutekjur o.s.frv. og koma þær til frádráttar. Miða skal við heildartekjur áður en skattar hafa verið dregnir frá.

Greiðslur vegna barna teljast ekki til tekna enda ekki reiknað með framfærslukostnaði vegna þeirra við mat á fjárþörf.

Húsaleigu- og vaxtabætur eru ekki taldar til tekna. Gert er ráð fyrir að húsnæðiskostnaði verði fyrst og fremst mætt með greiðslum vaxta- og húsaleigubóta, en einnig er gert ráð fyrir honum í grunnfjárhæð.

Í þeim tilvikum sem umsækjandi ber ekki kostnað af húsnæði, lækkar mánaðarleg grunnfjárhæðfjárhagsaðstoðar sem nemur heimilisuppbót T.R.

4.3.4. Greiðslur meðlags

Þegar tekjur umsækjanda eru við eða lægri en grunnfjárhæð skal tekið tillit til meðlagsgreiðslna sem umsækjandi hefur greitt reglulega fram að þeim tíma að hann fær fjárhagsaðstoð, hækkar fjárhagsaðstoð sem því nemur þó að hámarki um tvö meðlög. Umsækjandi skal sýna fram á að hann hafi staðið í skilum með meðlag a.m.k. undanfarna þrjá mánuði. Átt er við meðlagsgreiðslur hverju sinni, en ekki uppsafnaðar meðlagsskuldir.

Sérákvæði

4.3.5. Atvinnurekendur, sjálfstætt starfandi einstaklingar og fólk í hlutastörfum

Atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi einstaklingar, sem hafa lægri tekjur en sem nemur grunnfjárhæð, eiga rétt á fjárhagsaðstoð að því tilskildu að þeir hafi stöðvað atvinnurekstur og leitað réttar síns til atvinnuleysisbóta í samræmi við ákvæði laga um atvinnuleysistryggingar.

Sé umsækjandi sjálfstætt starfandi í hlutastarfi með tekjur undir grunnfjárhæð skal gerð krafa um að viðkomandi skrái sig hjá Vinnumálastofnun og sé í virkri atvinnuleit.

4.3.6. Námsmenn

Einstaklingar sem stunda nám sem er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna eiga ekki rétt á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins.

4.4. Heimildir vegna sérstakra aðstæðna

4.4.1. Aðstoð til tekjulágra foreldra vegna barna á þeirra framfæri

Heimilt er að veita foreldrum, sem hafa haft tekjur undanfarna fjóra mánuði sem eru við eða lægri en grunnfjárhæðin, sérstaka fjárhagsaðstoð. Um er að ræða aðstoð til að greiða fyrir daggæslu barna í heimahúsum, leikskóla, skólamáltíðir, frístundaskóla, sumardvöl og/eða þátttöku barna í þroskandi félags- og tómstundastarfi. Viðmiðunarmörk aðstoðar með hverju barni samsvara hálfu meðlagi á mánuði.

Heimilt er að veita tekjulágum foreldrum sem hafa haft tekjur á eða undir grunnfjárhæð fjárstyrk vegna náms 16 og 17 ára barna þeirra. . Skal styrkurinn miða að því að greiða áætlaðan bókakostnað og skólagjöld.

4.4.2. Námsstyrkir

Námsstyrki er heimilt að veita í eftirfarandi tilvikum til einstaklinga sem búa sannanlega við fjárhags- og/eða félagslega erfiðleika og hafa ekki möguleika á stuðningi s.s. frá fjölskyldu eða ættingjum:

a)Einstaklingum 18-22 ára sem búa á heimilum foreldra, styrk allt að hálfri grunnfjárhæð.

b)Einstaklingum 18-22 ára sem búa sjálfstætt, styrk allt að fullum kvarða að frádregnu menntunarmeðlagi sem umsækjandi kanna að eiga rétt á skv. Barnalögum (frá báðum foreldrum ef foreldrar eru ekki í sambúð)

c)Einstaklingum óháð aldri sem eru að öðrum kosti á framfærslu sveitarfélagsins.

Námsstyrkir eru veittir í hámark tvær annir og er fyrst og fremst ætlað að hjálpa viðkomandi að hefja nám að nýju. Að þeim tíma liðnum skal viðkomandi, eftir því sem við á, bent á lög nr. 79/2003 um námsstyrki. Námsframvinda fyrri annar skal vera a.m.k. 75% til að öðlast rétt til námstyrks á seinni önn. Miðað skal við að umsækjandi hafi á ársgrundvelli ekki hærri tekjur en sem nemur grunnfjárhæð einstaklings skv. kvarða.

Leggja þarf inn umsókn tveimur mánuðum áður en nám hefst.

Starfsmaður og námsmaður skulu gera með sér samkomulag um félagslega ráðgjöf þar sem fram kemur m.a. hvernig skuli staðið að skilum varðandi skólasókn, námsframvindu og/eða einkunnir. Einkunnum skal þó ætíð skilað í annarlok.

4.4.3. Greiðsla sérfræðiaðstoðar

I. Heimilt er að veita fjárhagsaðstoð til greiðslu nauðsynlegra tannlækninga til einstaklinga sem hafa tekjur við eða undir grunnfjárhæð og fullnægja a.m.k. einu eftirfarandi skilyrða:

a) hafa átt við langvarandi atvinnuleysi að stríða eða verið tekjulausir undanfarna sex mánuði eða lengur,

b) hafa notið fjárhagsaðstoðar til framfærslu í sex mánuði eða lengur.

Viðmiðunarmörk aðstoðar eru að hámarki helmingur grunnfjárhagsaðstoðar á ári.

Kostnaðaráætlun tannlæknis skal fylgja með umsókn.

II. Heimilt er að veita einstaklingum í eftirtöldum aðstæðum fjárhagsaðstoð til greiðslu viðtala hjá félagsráðgjöfum, geðlæknum og sálfræðingum, sem lið í umfangsmeiri aðstoð:

a) einstaklingum eða fjölskyldum sem hafa orðið fyrir alvarlegum áföllum, svo sem skyndilegum ástvinamissi eða alvarlegu ofbeldi og hafa tekjur um eða undir grunnfjárhæð.

b) einstaklingum sem hafa átt við mikla félagslega erfiðleika að stríða og hafa tekjur um eða undir grunnfjárhæð.

Miða skal við 3 viðtöl. Í sérstökum tilvikum sé heimilt að veita allt að 10 tíma . Viðkomandi skal alla jafnan sjálfur greiða fyrir hvert viðtal skv. gjaldskrá sem FFR setur.

4.4.4. Útfararstyrkir

Heimilt er að veita aðstoð til greiðslu útfararkostnaðar þegar staðreynt hefur verið að dánarbúið getur ekki staðið undir útför hins látna. Viðmiðunarmörk eru mánaðarleg grunnfjárhæð fyrir hjón.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn um útfararstyrk: Staðfest ljósrit af skattframtali hins látna, launaseðlar og greiðsluyfirlit frá tryggingum og lífeyrissjóðum, staðfesting frá stéttarfélagi um rétt til útfararstyrks, tilkynning sýslumanns um skiptalok á grundvelli eignayfirlýsingar, sbr. 25. gr. laga um skipti á dánarbúum. eða einkaskiptaleyfi útgefið af sýslumanni til erfingja skv. 31. gr.sömu laga

Heimilt er að veita tekjulágu foreldri eða foreldrum fjárhagsaðstoð vegna útfararkostnaðar barns.

Samþykkt aðstoð greiðist gegn framvísun reiknings frá útfararstofu og annarra gagna um kostnað vegna útfarar.

4.4.5. Öryggishnappur

Heimilt er að veita einstaklingum styrk vegna stofnkostnaðar við uppsetningu á öryggishnappi. Styrkurinn nemi að hámarki hlut umsækjanda í stofnkostnaði sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir ekki.

Heimilt er að veita einstaklingum fjárhagsaðstoð vegna reksturs öryggishnapps.

Skilyrði er að tekjur séu um eða undir grunnfjárhæð og viðkomandi þurfi samkvæmt læknisvottorði öryggishnapp til að geta búið heima.

4.4.6 Aðstoð við einstaklinga yngri en átján ára
Einstaklingar yngri en 18 ára eiga að jafnaði ekki rétt á fjárhagsaðstoð í eigin nafni.
Hafi einstaklingur yngri en 18 ára forsjá barns skal viðkomandi þó reiknuð fjárhagsaðstoð til framfærslu að fullu, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Einnig er heimilt að veita meðlagsskyldum unglingi yngri en 18 ára aðstoð til greiðslu meðlags að öðrum skilyrðum uppfylltum.

4.5. Málsmeðferð

sbr. ákvæði stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, og ákvæði XV. og XVI. Kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

4.5.1. Könnun á aðstæðum

Kanna skal aðstæður umsækjanda svo fljótt sem unnt er eftir að umsókn um fjárhagsaðstoð hefur borist. Sama á við ef fjölskyldu- og félagsmálaráði berast upplýsingar um nauðsyn á aðstoð með öðrum hætti.

Fjölskyldu- og félagsmálaráð skal taka ákvörðun í máli svo fljótt sem unnt er og sjá jafnframt til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin.

4.5.2. Samvinna við umsækjanda

Öflun gagna og upplýsinga skal unnin í samvinnu við umsækjanda. Við meðferð umsóknar og ákvarðanatöku skal leitast við að hafa samvinnu og samráð við umsækjanda eftir því sem unnt er, að öðrum kosti talsmann hans ef við á.

4.5.3. Varðveisla gagna, trúnaður og aðgangur að gögnum

Farið er með gögn og trúnaðarupplýsingar skv. Öryggisstefnu Reykjanesbæjar en þar er lögð áhersla á að málsgögn er varða persónulega hagi einstaklinga skulu varðveitt með tryggilegum hætti. Hafi starfsmenn og fulltrúar í félagsmálanefnd kynnst einkahögum umsækjanda eða annarra í starfi sínu er þeim óheimilt að fjalla um þau mál við óviðkomandi nema að fengnu samþykki viðkomandi.

Umsækjandi á rétt á að kynna sér upplýsingar úr skráðum gögnum sem varða mál hans að svo miklu leyti sem það stangast ekki á við trúnað gagnvart öðrum.

4.5.4.Leiðbeiningar til umsækjanda

Við afgreiðslu umsóknar skal starfsmaður bjóða umsækjanda félagslega og fjárhagslega ráðgjöf og veita upplýsingar og leiðbeiningar um réttindi sem hann kann að eiga annars staðar. Berist skriflegt erindi sem ekki snertir starfssvið félagsþjónustunnar, skal starfsmaður í samráði við umsækjanda framsenda erindið á réttan stað svo fljótt sem auðið er.

4.5.5. Niðurstaða og rökstuðningur synjunar

Kynna skal niðurstöðu umsóknar svo fljótt sem unnt er. Sé umsókn hafnað í heild eða að hluta skal umsækjandi fá skriflegt svar þar sem ákvörðun er rökstudd með skýrum hætti með vísan til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglna sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð.

4.5.6. Rangar eða villandi upplýsingar.

Fjárhagsaðstoð veitt á grundvelli rangra eða villandi upplýsinga af hendi þess sem aðstoðina fær er endurkræf og getur félagsþjónustan endurkrafið viðkomandi um fjárhæðina samkvæmt almennum reglum kröfuréttar. Ef sannreynt er við vinnslu máls að upplýsingar sem umsækjandi hefur veitt eru rangar eða villandi stöðvast afgreiðsla umsóknarinnar.

4.5.7. Heimildir til ákvarðana samkvæmt reglum þessum

Starfmenn Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar taka ákvarðanir samkvæmt reglum þessum í umboði fjölskyldu- og félagsmálaráðs.

4.5.8. Kynning á ákvörðun um fjárhagsaðstoð

Í umboði fjölskyldu- og félagsmálaráðs hefur afgreiðslufundur skipaður starfsmönnum stoðþjónutu FFR heimild til afgreiðslu einstakra umsókna skv. reglum þessum. Umsækjanda skal kynnt afgreiðsla á erindi hans tryggilega og um leið skal kynna honum rétt hans til að fara fram á að áfrýjunarnefnd fjölskyldu- og félagsmálaráðs fjalli um umsóknina. Umsækjandi hefur að öðru jöfnu fjögurra vikna frest til að vísa máli sínu til áfrýjunarnefndar frá því honum barst vitneskja um ákvörðun. Áfrýjunarnefndskal afgreiðaumsókn svo fljótt sem unnt er.

Afgreiðsla áfrýjunarnefndar skal kynnt umsækjanda tryggilega og um leið skal honum kynntur réttur hans til málskots til úrskurðarnefndar félagsþjónustu.

4.5.9. Málskot til úrskurðarnefndar félagsþjónustu

Umsækjandi getur skotið ákvörðun félagsmálanefndar til úrskurðarnefndar félagsþjónustu. Skal það gert innan fjögurra vikna frá því umsækjanda barst vitneskja um ákvörðun félagsmálanefndar.

4.6. Reglur um aðstoð til greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum.

4.6.1.

Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar veitir aðstoð til greiðslu lögmannsaðstoðar fyrir foreldra eða aðra forráðamenn barna eða ungmenna, ef málefni þeirra sæta meðferð fyrir barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar sbr. 2. mgr. 47. gr. Barnaverndarlaga. Leggja skal fram skriflega umsókn um framangreinda aðstoð. Þegar umsókn er metin skal höfð hliðsjón af fjárhag umsækjanda.

4.6.2.

Aðstoð til greiðslu lögmannskostnaðar skal jafnframt veitt ef úrskurði barnaverndarnefndar er vísað til kærunefndar barnaverndarmála.

4.6.3.

Aðstoð til greiðslu lögmannskostnaðar er háð því að löglærður aðstoðarmaður hafi réttindi til málflutnings fyrir Héraðsdómi eða Hæstarétti.

4.6.4.

Foreldrar eða aðrir forsjármenn barna eða ungmenna velja sér sjálfir lögmann. Lögmaður skal hafa samband við forstöðumann barnaverndar eða félagsmálastjóra. Gera skal samning um vinnslu málsins þar sem fram kemur hvert hlutverk lögmanns sé í málinu og hvernig hann hyggst sinna hagsmunum umbjóðenda síns. Þá skal lögmaður gera grein fyrir tímagjaldi sínu. Ef barnaverndarnefnd skipar barni talsmann, sbr. 3. mgr. 46. gr. Barnaverndarlaga, gilda sömu reglur.

4.6.5.

Greiðsla fyrir lögmannskostnað skv. reglum þessum skal miðast við tímakaup viðmiðunarreglna Dómstólaráðs nr. 3/2007, þó að hámarki 20 tímar. Til viðbótar getur komið vinna í allt að 10 tíma ef máli er vísað til kærunefndar barnaverndarmála. Gert er ráða fyrir að viðkomandi sækji um gjafsókn ef mál fer fyrir dómsstóla. Lögmaður skal skila tímaskýrslu um leið og hann leggur fram reikning.

5. KAFLI - MÁLEFNI BARNA OG UNGMENNA

5.1. Reglur um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála.


5.1.1.
Reglur þessar eru settar samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga um vernd barna og ungmenna nr. 58/1992, sbr. lög nr. 22/1995.

5.1.2.
Starfsmenn barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar kanna og fara með einstök barnaverndarmál eða málaflokka á vegum nefndarinnar eftir reglum þessum og/eða frekari ákvörðunum nefndarinnar hverju sinni.
Barnaverndarnefnd getur hvenær sem er gripið inn í aðgerðir starfsmanna og skulu þeir í störfum sínum framfylgja ákvörðunum nefndarinnar og fara að tilmælum hennar.

5.1.3.
Starfsmenn barnaverndarnefndar skulu alla jafna hafa lokið háskólaprófi í félagsráðgjöf, sálfræði, uppeldisfræði, lögfræði eða öðrum þeim fræðum, sem mest tengsl hafa við barnavernd.5.1.4.
Starfsmaður barnaverndarnefndar er vanhæfur til að fara með barnaverndarmál ef:
a. hann er aðili að málinu
b. hann hefur verið talsmaður aðila varðandi málið
c. hann hefur borið um mál að öðru leyti en því sem leiðir af störfum hans á vegum
nefndarinnar
d. hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða
öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.
e. hann tengist eða hefur tengst talsmanni aðila með sama hætti sem segir í d-lið
f. hann tengist eða hefur tengst einhverjum sem borið hefur um málið með sama hætti
og segir í d-lið
g. fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga
óhlutdrægni hans með réttu í efa
h. ef hann telst vanhæfur til meðferðar máls skv. 2. kafla stjórnsýslulaga nr. 36/1993.

5.1.5.
Starfsmaður, sem veit um ástæður er kunna að valda vanhæfi hans, skal án tafar vekja athygli yfirmanns á þeim. Barnaverndarnefnd tekur síðan endanlega ákvörðun um hvort starfsmaður víki sæti.
Sé starfsmaður vanhæfur til meðferðar máls má hann ekki taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn þess. Honum er þó heimilt að gera þær ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til að halda máli í réttu horfi meðan staðgengill er ekki til staðar.


5.1.6.
Starfsmönnum ber við störf sín að gæta fyllstu hlutlægni. Ber þeim að vanda störf sín og gæta faglegra vinnubragða. Starfsmenn skulu sjá til þess að mál séu nægjanlega upplýst áður en einhverjar ákvarðanir eru teknar. Jafnframt skulu starfsmenn afgreiða mál svo fljótt sem unnt er.
Starfsmenn skulu sýna börnum, ungmennum, foreldrum og öðrum sem tengjast barnaverndarmáli fyllstu nærgætni við könnun og meðferð mála. Starfsmenn mega ekki skýra óviðkomandi aðilum frá því sem þeir verða vísir að í störfum sínum um einkamál manna eða heimilisháttum.


5.1.7.
Starfsmenn skulu taka á móti tilkynningum er varða óviðunandi aðbúnað barna. Skulu þeir gæta þess að skrá nákvæmlega efni tilkynninga og annað sem máli kann að skipta á þar til gerð eyðublöð.
Starfsmenn skulu vekja athygli tilkynnanda á því að honum sé heimilt að óska nafnleyndar gagnvart öðrum en barnaverndarnefnd.


5.1.8.
Alla jafna skal einhver starfsmaður barnaverndarnefndar vera til taks að sinna móttöku tilkynninga og öðrum brýnum verkefnum sem lúta að barnavernd. Skal hann framkvæma nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja öryggi barns, eftir fyrirsögn formanns nefndarinnar ef unnt er, sbr. 47. gr. laga nr. 58/1992 um vernd barna og ungmenna.
Hafi starfsmaður verið kvaddur til að sinna barni þar sem brýnna aðgerða er þörf, skal hann gera skriflega skýrslu þar sem fram koma ástæður íhlutunar og annað sem máli kann að skipta.


5.1.9.
Nú fær starfsmaður rökstuddan grun um slæman aðbúnað barns, þannig að líkamlegri eða andlegri heilsu þess eða þroska geti verið hætta búin, og skal hann þá, án ástæðulausrar tafar, kanna málið. Það sama gildir ef barn eða ungmenni stefnir heilsu sinni eða þroska í hættu með hegðun sinni.
Starfsmaður skal afla upplýsinga frá þeim sem um málið geta borið og frá þeim sérfræðingum sem við þykir eiga. Skal jafnan aflað umsagnar skóla eða annarrar stofnunar þar sem barn eða ungmenni dvelur, heimilisaðstæður barns eða ungmennis kannaðar og rætt við foreldra eða forráðamenn.
Könnun starfsmanns skal miða að því að sem gleggstar upplýsingar fáist um hagi barns eða ungmennis sem í hlut á, tengsl þess við foreldra eða aðra, líkamlegt og andlegt ástand þess eða annað sem máli kann að skipta.
Starfsmaður skal að jafnaði greina foreldrum eða forráðamanni barns eða ungmennis frá því að könnun á högum og aðbúnaði þess standi yfir.


5.1.10.
Leiði könnun starfsmanns í ljós að aðbúnaði barns sé áfátt eða barn eða ungmenni stefni heilsu sinni eða þroska í hættu með hegðun sinni, skal starfsmaður gera skriflega áætlun um meðferð málsins. Áætlunin skal miða að því að bæta aðbúnað eða hegðun barns eða ungmennis sem í hlut á og í áætlun skal koma fram hvaða úrræðum og aðgerðum skal beitt í þeim tilgangi. Í áætlun skal jafnframt koma fram hvað foreldrum barns eða ungmennis beri að gera í þessu skyni og hvaða aðstoð þau fá. Skal áætlun markaður ákveðinn tími.

Áætlun, samkvæmt grein þessari, skal eftir því sem við verður komið unnin í samráði við foreldra eða forráðamann barns eða ungmennis. Áætlun skal jafnframt unnin í samvinnu við barn eða ungmenni, sem í hlut á, eftir því sem við þykir eiga og með tilliti til aldurs þess og þroska.


5.1.11.
Ef ekki tekst samvinna um áætlun samkvæmt gr. 5.1.10., hún gengur ekki eftir, eða um alvarlegt barnaverndarmál er að ræða, skal málið lagt fyrir barnaverndarnefnd til frekari meðferðar.
Leggi starfsmaður mál fyrir nefndina skal það gert með skriflegri greinargerð þar sem fram koma ástæður fyrir íhlutun starfsmanns, atvik máls og annað sem máli kann að skipta. Greinargerð skal innihalda tillögur starfsmanns um áframhaldandi meðferð málsins og áætlun, sbr. grein 5.1.10., 1. mgr., eftir því sem við á.


5.1.12.
Áður en mál er lagt fyrir barnaverndarnefnd í fyrsta sinn, skal starfsmaður tilkynna foreldrum eða forráðamanni barns eða ungmennis að málið verði lagt fyrir nefndina.
Starfsmaður skal afhenda og kynna aðilum greinargerð og önnur gögn málsins. Starfsmaður getur ákveðið, telji hann það andstætt hagsmunum barns eða trúnaði hefur verið heitið, að aðilar fái ekki að kynna sér innihald tiltekinna gagna. Endanleg ákvörðun þar að lútandi skal tekin af barnaverndarnefnd.
Starfsmaður skal vekja athygli foreldra eða forráðamanns á rétti þeirra til að mæta á fund nefndarinnar og tjá sig þar munnlega eða skriflega. Einnig ber starfsmanni að vekja athygli viðkomandi á rétti hans til lögmannsaðstoðar og mögulega fjárhagsaðstoð í því skyni.
Aðilum skal tilkynnt formlega þegar máli er lokið og afskiptum þar með hætt.


5.1.13.
Starfsmaður skal, án ástæðulausrar tafar, tilkynna viðkomandi aðilum um bókanir, ákvarðanir og úrskurði barnaverndarnefndar með sannanlegum hætti. Jafnframt skal þá veita hlutaðeigandi aðila leiðbeiningar um kæruheimildir til Barnaverndarráðs Íslands, þegar þær eru fyrir hendi, kærufresti svo og hvert beina skuli kæru.


5.1.14.
Samþykki foreldra eða forráðamanns barns, fyrir því að það verði vistað utan heimilis eða því ráðstafað í fóstur, skal vera skriflegt og undirritað í viðurvist tveggja aðila er votta að foreldrum eða forráðamanni hafi verið gerð full grein fyrir eðli og réttaráhrifum ráðstöfunarinnar.


5.1.15.
Starfsmenn skulu annast skráningu barna í áhættuhópa samkvæmt 20. gr. laga nr. 58/1992 um vernd barna og ungmenna.


5.1.16.
Óski dómsmálaráðuneytið eða dómari eftir umsögn barnaverndarnefndar áður en forsjármáli er ráðið til lykta skulu starfsmenn annast könnun málsins. Það sama gildir ef sýslumaður eða dómsmálaráðuneytið óskar umsagnar vegna deilu um umgengnirétt barns og foreldris, sem ekki fer með forsjá þess.


5.1.17.
Könnun starfsmanns, skv. gr. 5.1.16., skal miða að því að upplýsa hvernig högum barns hefur verið háttað, aðstæðum og möguleikum foreldra til að annast barn, tengsl foreldra og barns og annað er máli kann að skipta. Eftir því sem ástæða þykir til skal forsaga foreldra könnuð.
Telji starfsmaður ástæðu til getur hann aflað álits annarra sérfræðinga á einhverju því sem um getur í 1. mgr.
Starfsmaður skal kanna viðhorf barns, sem náð hefur 12 ára aldri, til máls, nema það geti haft skaðvænleg áhrif á barnið eða það sé þýðingarlaust fyrir úrslit málsins. Starfsmaður skal einnig kanna viðhorf yngra barns miðað við aldur þess og þroska. Starfsmaður getur falið öðrum sérfræðingum að annast þennan þátt málsins.


5.1.18.
Að lokinni könnun skv. gr. 5.1.17., skal starfsmaður gera skriflega greinargerð þar sem fram kemur framkvæmd könnunar og helstu niðurstöður. Aðilum máls skal gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við framkvæmd könnunar, greinargerð starfsmanns og önnur gögn málsins.
Þegar greinargerð starfsmanns og athugasemdir aðila liggja fyrir skal málið lagt fyrir barnaverndarnefnd. Starfsmaður skal gera aðilum grein fyrir þeim rétti sínum, að mæta á fund nefndarinnar og gera grein fyrir sjónarmiðum sínum.


5.1.19.
Starfsmaður skal á öllum stigum máls leita sátta með aðilum, eftir því sem best þykir henta högum og aðstæðum barns.


5.1.20.
Starfsmenn skulu annast meðferð fósturmála og gera tillögu um hæfa fósturforeldra fyrir börn, sem ráðstafa skal í fóstur. Ekki skal gera tillögu um fósturforeldra nema þeir hafi fengið meðmæli Barnaverndarstofu.
Fósturmál skulu lögð fyrir barnaverndarnefnd með skriflegri greinargerð, þar sem fram koma upplýsingar um hagi og aðstæður væntanlegra fósturforeldra, þarfir og hagsmuni barns og annað sem máli kann að skipta.


5.1.21.
Starfsmenn skulu aðstoða og undirbúa foreldra fyrir væntanlegt fóstur. Enn fremur skulu starfsmenn veita fósturforeldrum stuðning og leiðbeiningar meðan á fóstri stendur eftir því sem ástæða þykir til. Starfsmaður skal koma á fósturheimili a.m.k. einu sinni á ári.
Starfsmaður skal gera skriflega skýrslu um afskipti hans af fósturmálum og eftirlit með fósturheimilum.
Telji starfsmaður að fósturforeldri vanræki uppeldishlutverk sitt skal hann gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til verndar barni eða ungmenni. Ef um alvarlega vanrækslu er að ræða eða starfsmaður telur ástæðu til af öðrum orsökum skal hann kynna málið fyrir barnaverndarnefnd og Barnaverndarstofu.


5.1.22.
Þegar barnaverndarnefnd hefur samþykkt fóstur barns skulu starfsmenn gera skriflegan fóstursamning fyrir hönd barnaverndarnefndar við fósturforeldra.
Í fóstursamningi, sem gerður skal á þar til gerð eyðublöð, skulu koma fram þau atriði sem getið er í 31. gr. laga nr. 58/1992 um vernd barna og ungmenna og annað sem máli kann að skipta.


5.1.23.
Eftir atvikum og miðað við aldur barns og þroska skal starfsmaður gera barni grein fyrir hvers vegna því var komið í fóstur.


5.1.24.
Starfsmenn annast könnun mála vegna umsagna barnaverndarnefndar um ættleiðingar, skv. 8. gr. ættleiðingarlaga nr. 15/1978. Skulu þeir við könnun sína fara eftir því sem segir í gr. 5.1.20, 2. mgr.


5.2. Gæsluvellir.

5.2.1.
Gæsluvellir skulu að jafnaði vera starfandi allt árið og skal opnunartími þeirra auglýstur á vorin og haustin.

5.2.2.
Gæsluvellir eru ætlaðir börnum á aldrinum 2ja til 6 ára, eldri börnum er þó heimilt að sækja vellina í samráði við starfsfólk.

5.2.3.
Skylt er að fylgja börnum milli gæsluvallar og heimilis og sækja þau á réttum tíma.

5.2.4.
Þegar barn kemur í fyrsta sinn á gæsluvöllinn er ákveðinn aðlögunartími nauðsynlegur. Foreldrar og starfsfólk hafa samráð um þann tíma og miða hann við þarfir barnsins.

5.2.5.
Börnum er heimilt að hafa með sér nesti. Æskilegt er að nestið sé kjarngott og hæfilega mikið.

5.2.6.
Tilkynna þarf starfsfólki hvert hægt er að hringja vegna barns, meðan á dvöl þess stendur.

5.2.7.
Engin ábyrgð er tekin á einkaleikföngum.

5.2.8.
Miðar á gæsluvellina eru seldir á bæjarskrifstofunum, Tjarnargötu 12, Keflavík og á gæsluvöllunum.

5.2.9.
Gæsluvellirnir skulu lokaðir ef veður leyfir ekki útiveru barna.


5.3. Daggæsla barna í heimahúsum.

5.3.1. Markmið.

5.3.1.1.
Með reglum þessum vilja Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar og barnaverndanefnd stuðla að sem bestum samskiptum dagmæðra og forráðamanna og tryggja að líðan barnanna verði sem best.

5.3.2. Veiting leyfa.

5.3.2.1.
Barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar veitir leyfi til daggæslu barna í heimahúsum samkvæmt reglugerð nr. 198/1992. Leyfishöfum einum er heimilt að taka greiðslu fyrir gæslu barna í heimahúsum. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar sér um undirbúning leyfisveitingar að undangenginni athugun á hæfni og aðstæðum umsækjanda .
Leyfi eru veitt á haustin og skulu umsóknir hafa borist daggæslufulltrúa fyrir 15. september ár hvert.

5.3.2.2.
Skilyrði fyrir leyfisveitingum eru eftirfarandi:
a. Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri.
b. Umsækjandi sæki námskeið fyrir dagmæður í samráði við Fjölskyldu- og félagsþjónustuna.
Undanþágu má veita ef umsækjandi hefur uppeldismenntun sem barnaverndarnefnd metur gilda.
c. Læknisvottorð fyrir umsækjanda og fjölskyldu hans sem staðfesti heilbrigði fjölskyldunnar.
d. Sakavottorð fyrir umsækjanda og aðra fjölskyldumeðlimi sem eru eldri en 18 ára.
e. Umsögn fyrri vinnuveitanda eða tveggja ábyrgra aðila þar sem fram komi hæfni umsækjanda til að annast börn.
f. Umsögn eldvarnareftirlits um brunavarnir, ástand rafmagns og útgönguleiðir. Skylt er að hafa reykskynjara í íbúðinni.
g. Umsækjandi fari í viðtal hjá sérfræðingi Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar, sem meti viðhorf hans og hæfni til umönnunar barna.
h. Lágmarksleikrými fyrir hvert barn skal vera a.m.k. 3,5 fm. innanhúss, auk þess skal aðstaða til útivistar vera afgirt og hættulaus.
i. Heimilt er að leita umsagnar heilbrigðisfulltrúa ef ástæða þykir til.
j. Skriflegt samþykki leigusala til starfseminnar, ef um leiguhúsnæði er að ræða.
k. Skriflegt samþykki annarra íbúa hússins ef um sambýlishús er að ræða.
l. Heimilt er að veita tveimur einstaklingum leyfi í sama húsnæði ef annar er með uppeldismenntun og öllum skilyrðum er fullnægt.

Umsækjanda er skylt að virða lög um tóbaksvarnir og því eru tóbaksreykingar óheimilar í návist þeirra barna sem í daggæslu eru.

5.3.2.3.
Fulltrúar barnaverndarnefndar heimsækja umsækjendur og kanna aðstæður innan húss og utan, og kynna sér hæfni umsækjenda.

5.3.2.4.
Leyfi er veitt fyrir allt að fjórum börnum samtímis og eru þá þau börn sem fyrir eru á heimilinu undir sex ára aldri meðtalin. Ekki skulu vera fleiri en tvö börn undir eins árs aldri samtímis. Leyfi er fyrst veitt til eins árs og telst það ár reynslutími.
Fulltrúi barnaverndarnefndar heimsækir dagmóður þrisvar til fjórum sinnum fyrsta árið og síðan minnst einu sinni á ári eftir það.

5.3.2.5.
Eftir a.m.k. eins árs starfstíma getur umsækjandi sótt um endurnýjun á leyfinu og er þá veitt leyfi fyrir fimm börn undir 6 ára aldri, ef aðstæður eru góðar og fulltrúi barnaverndarnefndar telur dagmóður rækja starf sitt fullnægjandi. Hið endurnýjaða leyfi gildir síðan í þrjú ár, og fyrir hverja endurnýjun þarf umsækjandi að skila inn læknis- og sakavottorðum og fara á námskeið í skyndihjálp og brunavörnum.

5.3.2.6.
Synjun leyfis skal vera skrifleg og rökstudd.

5.3.2.7.
Uppfylli heimili dagmóður ekki lengur þau skilyrði sem gerð eru, eða ef gæslunni er á einhvern hátt ábótavant, ber að tilkynna dagmóður það skriflega og gefa ákveðinn frest til úrbóta. Leyfið er afturkallanlegt ef tilskyldar kröfur eru ekki uppfylltar, eða ef fulltrúi barnaverndarnefndar telur að leyfishafi hafi brotið alvarlega af sér.


5.3.3. Skyldur dagmæðra.

5.3.3.1.
Dagmóðir er ávallt ábyrg fyrir andlegri og líkamlegri velferð barns meðan það dvelur hjá henni og skal hún hlúa að heilsu þess í sem víðtækasta skilningi. Á þetta við um fæðuval, hreyfingu, leiki jafnt úti sem inni, tilfinningalíf og félagslega líðan barns.
Dagmóðir má ekki undir neinum kringumstæðum beita barn andlegri eða líkamlegri hirtingu.

5.3.3.2.
Dagmóður ber að fara með allar upplýsingar sem hún fær um hag barns og forráðamenn þess sem trúnaðarmál. Dagmæður skulu undirrita þagnarheit við leyfisveitingu.

5.3.3.3.
Ef dagmóðir verður þess áskynja að barn sé vanrækt eða uppeldi þess, atlæti eða aðbúnaði sé ábótavant, ber henni að tilkynna slíkt til barnaverndarnefndar sbr. lög um vernd barna og ungmenna. Skal dagmóðir hafa samráð við félagsráðgjafa um slík mál.

5.3.3.4.
Dagmóður ber að veita félagaráðgjafa, sem fer með yfirumsjón dagvistunar barna í heimahúsum, upplýsingar um þau börn sem hefja og ljúka dvöl hjá henni hverju sinni.

5.3.3.5.
Dagmóður er skylt að kaupa slysatryggingu fyrir börnin.


5.3.3.6.
Áður en vistun barns hefst skal dagmóðir og forráðamaður fara yfir gildandi reglur og gjaldskrá dagmóður. Þau skulu ákveða dvalartíma og aðlögun barnsins og allar nauðsynlegar upplýsingar sem varða barnið skulu liggja fyrir. Dagmóðir skal sýna forráðamanni heimilið og aðstæður úti sem inni og upplýsa hann um hvernig hennar starf fer fram, s.s. skipulag dagsins, matartímar, útivist o.þ.h. Dagmóður ber að gera forráðamanni grein fyrir aðstæðum sem gætu haft áhrif á líðan barns. Einnig skal dagmóðir láta forráðamann vita ef gæludýr eru á heimilinu.

5.3.3.7.
Dagmóðir skal gefa kvittun fyrir því gjaldi sem forráðamenn greiða. Reykjanesbær niðurgreiðir gjöld vegna vistunar barna hjá dagmæðrum, skv. ákvörðun bæjarstjórnar á hverjum tíma.

5.3.3.8.
Dagmóðir skal upplýsa forráðamenn um gagnkvæman uppsagnarfrest, sem er einn mánuður og miðast uppsögn við 1. og 15. hvers mánaðar.

5.3.3.9.
Ef dagmóðir lætur af störfum ber henni að tilkynna það með 2ja mánaða fyrirvara til félagsráðgjafa og skila inn leyfi sínu þegar hún hættir störfum.

5.3.3.10.
Dagmóðir skal tilkynna foreldrum og félagsráðgjafa fyrir 1. apríl ár hvert hvenær hún hyggst taka sumarfrí.


5.3.4. Skyldur forráðamanna.

5.3.4.1.
Forráðamenn skulu kynna sér lög og reglur dagmæðra og allar þær aðstæður sem haft geta áhrif á líðan barnsins hjá dagmóður. Forráðamenn eru ávallt ábyrgir fyrir vali á dagmóður sbr. grein 5.3.3.6.

5.3.4.2.
Gert er ráð fyrir að forráðamaður og dagmóðir ræði saman af og til um líðan barns, þroska þess og þarfir.

5.3.4.3.
Börnin skulu mæta hrein og hlýlega klædd og með viðeigandi útifatnað ásamt fötum til skiptanna. Forráðamaður klæði barnið úr og í við komu og brottför.

5.3.4.4.
Forráðamaður þarf að sjá til þess að dagmóðir hafi ávallt upplýsingar hvar hægt er að ná í hann ef nauðsyn ber til, eða annan aðila sem komið getur í hans stað.

5.3.4.5.
Forráðamanni ber að ræða það við dagmóður ef aðstæður barna breytast, eins skal láta vita ef aðrir sækja barnið en forráðamenn.


5.3.4.6.
Forráðamaður hefur ekki heimild til að breyta umsömdum gæslutíma nema dagmóðir samþykki breytinguna.

5.3.4.7.
Forráðamaður skal ekki koma með veikt barn í gæslu til dagmóður. Tilkynna skal veikindi svo fljótt sem auðið er.

5.3.4.8.
Forráðamaður tilkynni forföll eða breyttan komutíma barna sinna. Ef barn er ekki mætt 30 mínútum eftir að gæsla á að hefjast má dagmóðir yfirgefa heimili sitt.

5.3.4.9.
Forráðamanni ber að greiða umsamið gjald fyrirfram fyrsta virkan dag hvers mánaðar. Þó skal í upphafi vistunar greiða fyrir hálfan mánuð og telst sá tími reynslutími.

5.3.4.10.
Forráðamaður skal tilkynna félagsráðgjafa ef hann telur daggæslunni ábótavant.


5.3.5. Eftirlit með starfsemi dagmæðra.

5.3.5.1.
Félagsráðgjafi hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustunni hefur umsjón og eftirlit með daggæslu í heimahúsum og veitir ráðgjöf og upplýsingar varðandi reglur þessar.

5.3.5.2.
Umsóknum um leyfi til daggæslu í heimahúsum skal skilað á þar til gerðu eyðublaði til félagsráðgjafa.


6. KAFLI - ÞJÓNUSTA VIÐ UNGLINGA.


6.1. Almenn þjónusta.

6.1.1.
Stefnt skal að skipulögðu forvarnarstarfi í unglingamálum sem miðar að því að beina athafnaþörf æskufólks á heillavænlegar brautir. Samstarf skal vera sem víðtækast við aðra þá aðila sem fara með málefni unglinga, s.s. íþrótta- og æskulýðsfélög.

6.1.2.
Lögð skal sérstök áhersla á stuðning og ráðgjöf við foreldra og unglinga í vanda.

6.1.3.
Unglingar sem eiga í alvarlegum félagslegum vanda skulu eiga kost á persónulegum ráðgjafa. Til grundvallar þarf að liggja fyrir mat frá sérfræðingi félagsmálastofnunar.

6.1.4.
Sálfræðiaðstoð skal veitt unglingum og foreldrum, þar sem það á við og skal mat sálfræðings Fjölskyldu-og félagsþjónustunnar á þörf liggja til grundvallar.

6.1.5.
Áhersla skal lögð á að aðstoða foreldra og unglinga í samskiptum við stofnanir, s.s. Stuðla (meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga) og/eða BUGL (barna- og unglingageðdeild).

6.1.6.
Samvinna skal vera við íþrótta- og tómstundaráð varðandi rekstur útideildar.


7. KAFLI - ÞJÓNUSTA VIÐ ALDRAÐA.


7.1. Almenn þjónusta.

7.1.1.
Stefnt skal að því að aldraðir geti búið við eðlilegt heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má. Jafnframt skal þeim tryggð nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf.

7.1.2.
Leitast skal við að tryggja framboð á hentugu húsnæði fyrir aldraða, bæði leiguhúsnæði og eignaríbúðir.
Stefnt skal að því að húsnæðið sé þannig staðsett að aldraðir eigi kost á sem bestum tengslum við aðra íbúa byggðarlagsins. Einnig skal tekið tillit til nálægðar við nauðsynlega þjónustu.

7.1.3.
Öldruðum skal tryggð félagsleg heimaþjónusta eftir því sem við á hverju sinni.

7.1.4.
Bæjarfélagið skal í samráði við heilbrigðisráðuneytið reka dagvist fyrir aldraða.


7.2. Reglur fyrir inntöku á Dagdvöl aldraðra

7.2.1.
Þegar sótt er um dvalarrými í Dagdvöl aldraðra skal að jafnaði sá háttur hafður á að viðkomandi einstaklingur og / eða aðstandendur fylla út þar til gert umsóknareyðublað sem síðan er lagt fyrir til umsagnar hjá deildarstjóra í heimahjúkrun og forstöðumann Dagdvalar aldraðra.

7.2.2.
Umsóknir skulu teknar fyrir einu sinni í mánuði.


8. KAFLI - ÞJÓNUSTA VIÐ FATLAÐA.


8.1. Almenn þjónusta.

8.1.1.
Stefnt skal að því að fötluðum, hvort sem heldur er af líkamlegum eða andlegum ástæðum, séu tryggð sambærileg lífskjör og jafnrétti á við aðra þegna bæjarfélagsins.

8.1.2.
Fatlaðir skulu hafa aðgang að félagslegri heimaþjónustu og skal leitast við að tryggja þeim hentugt íbúðarhúsnæði.

8.1.3.
Samstarf skal vera sem víðtækast milli Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra um þjónustu við fatlaða.


8.2. Reglur um liðveislu fatlaðra.8.2.1.
Markmið liðveislu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar, veita honum persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs.

8.2.2.
Rétt til liðveislu eiga þeir fatlaðir, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra sem búa utan stofnana og eru 6 ára og eldri. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun og sjón- og heyrnarskerðingu. Liggja skal fyrir greining frá Greiningarstöð ríkisins, svæðisskrifstofu fatlaðra eða geðlæknum eftir því sem við á.

8.2.3.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð fer með stjórn liðveislu á vegum Reykjanesbæjar.

8.2.4.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar annast daglegan rekstur liðveislunnar.

8.2.5.
Þörf fyrir liðveislu skal metin hverju sinni og skal veita 10 til 20 tíma á mánuði, allt eftir félagslegri einangrun hvers og eins. Við sérstakar aðstæður og að fengnu samþykki félagsmálaráðs er heimilt að veita fleiri tíma en að ofan greinir. Við mat á umsóknum skal hafa samráð við fulltrúa frá svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra.

8.2.6.
Liðveisla er veitt tímabundið, mest 6 mánuði í senn.

8.2.7.
Fjölskyldu- og félagsþjónustan ræður liðveitanda til starfa, ef með þarf í samráði við fulltrúa svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Fulltrúi svæðisskrifstofu veitir liðveitanda faglegan stuðning og handleiðslu.

8.2.8.
Liðveitendur taka laun frá Reykjanesbæ og gilda þar launakjör samkvæmt viðmiðunartaxta Launanefndar sveitarfélaga, fyrir tilsjónarmenn, persónulega ráðgjafa og stuðningsfjölskyldur. Liðveitendum er óheimilt að taka við greiðslum eða gjöfum frá þjónustuþegum.

8.2.9.
Vinnutími liðveitenda er að jafnaði óreglulegur og í samráði við skjólstæðing og/eða forráðamenn hans.

8.2.10.
Alla jafnan skal reynt að leita tómstundatilboða sem ekki fela í sér mikinn kostnað. Gerður skal samningur við starfsmann um hámark útlagðs kostnaðar á mánuði og skal hann greiddur skv. framlögðum reikningum. Þjónustuþegi greiðir sjálfur eigin útlagðan kostnað.

8.2.11.
Þegar óskað er eftir afnotum starfsmanns af bifreið hans, skal gerður við hann samningur um hámarks notkun bifreiðar og skal honum greiddur aksturskostnaður skv. greinargerð, þó aldrei meira en samningur gerir ráð fyrir.

8.2.12.
Liðveitandi skal skila greinargerð um starf sitt mánaðarlega og skila henni jafnhliða vinnuskýrslu.

8.2.13.
Félagsráðgjafi annast liðveislumál hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustunni og ber ábyrgð á að veittur tímafjöldi sé innan marka fjárhagsáætlunar hverju sinni

8.3. Reglur um akstur fatlaðra.
(Skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992)

8.3.1.
Skólamálaskrifstofa Reykjanesbæjar sér um framkvæmd á akstri í skóla fyrir fatlaða.
Alla jafnan skal gera ráð fyrir að fatlaðir fái skólagöngu við hæfi í sveitarfélaginu. Þeir aðilar sem þurfa að sækja sérhæfða skóla á höfuðborgarsvæðið s.s. Blindraskólann, Heyrnleysingjaskólann og skóla fyrir einhverfa, skulu fá akstur í skóla frá bæjarfélaginu. Annar skólaakstur utan bæjarfélagsins er ekki kostaður af því. Þeir sem vilja sækja aðra skóla á höfuðborgarsvæðið er bent á þjónustu S.B.K. og afsláttarkort veitt nemendum.
Sækja skal um skólaakstur utan bæjarfélagsins til Skólamálaskrifstofu fyrir 1. júní ár hvert.

8.3.2.
Þeir einstaklingar sem sækja skóla í bæjarfélaginu en sökum fötlunar sinnar geta ekki notið skipulagðs skólaaksturs á vegum þess geta sótt um akstur hjá Skólamálaskrifstofu.

8.3.3.
Þeir einstaklingar sem ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur sökum fötlunar, ráða hvorki yfir né geta notað bifreið eða hafa ekki annan aðgang að farartæki, geta sótt um ferðaþjónustu til Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar. Megin tilgangur ferðaþjónustunnar er að tryggja að fatlaðir geti stundað atvinnu og þjálfun.
Hlutur einstaklings í kostnaði við aksturinn skal vera sá sami og verð hjá AVR hverju sinni. Akstursmiðar eru seldir á bæjarskrifstofunum.

8.3.4.
Þeir einstaklingar sem sökum fötlunar sinnar þurfa að sækja þjálfun eða aðra sérhæfða þjónustu til höfuðborgarsvæðisins sem ekki stendur til boða í bæjarfélaginu og ekki er greidd af öðrum s.s. T.R. geta sótt um ferðastyrk til Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar. Styrkurinn skal taka mið af fargjaldi hjá S.B.K.


9. KAFLI - FÉLAGSLEG HEIMAÞJÓNUSTA.


9.1. Reglur um félagslega heimaþjónustu.

9.1.1.
Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfshjálpar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum, við sem eðlilegastar aðstæður.

9.1.2.
Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita
a. aðstoð við heimilishald
b. aðstoð við persónulega umhirðu
c. félagslegan stuðning
d. aðstoð við umönnun barna.

9.1.3.
Forsendur félagslegrar heimaþjónustu er að þjónustuþegi búi í heimahúsum og geti ekki hjálparlaust séð um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjölskylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar og fötlunar.

9.1.4.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð fer með stjórn félagslegrar heimaþjónustu á vegum Reykjanesbæjar.

9.1.5.
Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar annast daglegan rekstur. Starfsemin er tvískipt sem hér greinir:
a. heimaþjónusta fyrir ellilífeyrisþega skv. lögum um málefni aldraðra, sbr. ákvæði 8. og 15. gr. laga nr. 82/1989 og reglugerðar nr. 46/1990.
b. heimaþjónusta fyrir 66 ára og yngri skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sbr. ákvæði 28. gr. laga nr. 40/1991.

Fulltrúi hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustunni veitir starfseminni forstöðu.

9.1.6.
þjónustuþörf skal metin í hverju einstöku tilviki og leitast við að veita þá þjónustu, sem viðkomandi eða aðrir heimilismenn eru ekki færir um að annast sjálfir.
Læknisvottorð skal liggja fyrir, ef ástæða þykir til að mati starfsmanna.

9.1.7.
Við framkvæmd félagslegrar heimaþjónustu skal þess gætt, að hafa sem nánast samstarf og samvinnu við þá aðra aðila, sem veita viðkomandi aðstoðarþegum þjónustu s.s. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Svæðisskrifstofu Reykjaness

9.1.8.
Stefnt skal að því að starfsmenn sæki námskeið fyrir starfsfólk í félagslegri heimaþjónustu.

9.1.9.
Fjölskyldu- og félagsmálaráð skal setja reglur og leiðbeiningar fyrir starfsfólk, þar sem m.a. eru nánar tiltekin verkefni starfsmanna, skyldur þeirra og réttindi. Kynna skal reglur þessar fyrir starfsfólki og þjónustuþegum.

9.1.10.
Starfsmenn félagslegrar heimaþjónustu taka laun sín frá Reykjanesbæ og gilda þar launakjör samkvæmt sérkjarasamningi milli Reykjanesbæjar og viðkomandi stéttarfélags.
Starfsmönnum er óheimilt fjármálaleg umsýsla fyrir þjónustuþega og að taka við greiðslum eða gjöfum frá þeim.
Starfsmenn eru bundnir þagnarskyldu um það sem þeir verða vísir í starfi sínu um einkamál manna og heimilishald. Þagnaskylda helst þó látið sé af starfi

9.1.11.
Vinnutími starfsmanna er að jafnaði dagvinnutími, mánudag til föstudags. Vinna utan þess tíma er háð samþykki Fjölskyldu- og félagsmálaráðs.

9.1.12.
Fyrir félagslega heimaþjónustu skal greitt eftir gjaldskrá er bæjarstjórn setur að fengnum tillögum frá Fjölskyldu- og félagsmálaráði.

9.2. Reglur félagsleg heimaþjónusta vegna fjölburafæðinga

9.2.1.
Í þeim tilvikum sem foreldrar óska eftir félagslegri heimaþjónustu vegna fjölburafæðinga, skulu þeir milliliðalaust sækja um hana til Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar. Umsókninni skal fylgja vottorð frá lækni eða félagsráðgjafa.

9.2.2.
Þjónustuþörf skal metin í hverju einstöku tilviki og leitast við að veita þá þjónustu sem þörf er á og best gagnast fjölskyldunni.

9.2.3.
Þjónusta skal veitt í þrjá mánuði, að hámarki í 3 tíma á dag, virka daga. Sé talin þörf á frekari þjónustu að þeim tíma liðnum, skal endurnýja umsókn og skila inn nýju vottorði. Þjónusta skal aldrei veitt lengur en þrjá mánuði í senn.

9.2.4.
Þjónustan er gjaldskild og greiðist samkvæmt gildandi gjaldskrá heimaþjónustunnar hverju sinni.

9.3. Gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu.9.3.1.
Fyrir félagslega heimaþjónustu á vegum Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar skal greitt gjald sem nemur 2% af óskertum grunnlífeyri einstaklings samkvæmt T.R. hverju sinni.

9.3.2.
Undanþegnir gjaldskyldu vegna félagslegrar heimaþjónustu skulu þeir sem ekki
hafa aðrar tekjur en ellilífeyri/örorkulífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka uppbót frá almannatryggingum, og þeir aðrir sem hafa samtals tekjur innan framangreindra marka.
Lífeyrisþegar greiða aldrei hærra gjald fyrir félagslega heimaþjónustu en sem nemur 75% af tekjum umfram lífeyri, eins og hann er skilgreindur hér að framan.

9.3.3.
Fjölskyldu- og félagsmálaráði er heimilt að gefa eftir hluta greiðslu fyrir veitta heimaþjónustu eða fella greiðslu alveg niður. Skal þá tekið tillit til efnahags og annarra aðstæðna.


10. KAFLI - HÚSNÆÐISMÁL.


10.1. Almennt um húsnæðismál.

10.1.1.
Stefnt skal að því að tryggja framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleiguhúsnæði og/eða félagslegum eignaríbúðum fyrir þær fjölskyldur og einstaklinga sem af félagslegum ástæðum eru ekki megnugar að sjá sér fyrir húsnæði á almennum markaði.

10.1.2.
Fjölskyldu- og félagsþjónustan skal leitast við að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn.

10.1.3.
Varðandi fjárhagsaðstoð til greiðslu íbúðarhúsnæðis, vísast til kafla 4.2. í reglum þessum.


10.2. Starfsreglur um staðfestingu viðbótarlána til íbúðarkaupa

10.2.1.
Starfsreglur Húsnæðisnefndar Reykjanesbæjar um skilyrði til veitinga viðbótarlána byggja á lögum nr. 44/1998 um húsnæðismál og reglugerð nr. 783/1998 um viðbótarlán. Umsækjendur um viðbótarlán skulu uppfylla skilyrði laganna og skilyrði 5. og 6. gr. reglugerðarinnar um tekju- og eignamörk. Sérstök athygli er vakin á að leggja þarf fram fullnægjandi greiðslumat fjármálastofnunar.

10.2.2.
Eftirfarandi skilyrði eru sett fyrir veitingu viðbótarlána:
a. Viðkomandi sé innan eigna- og tekjumarka sem félagsmálaráðuneytið setur á hverjum tíma
b. Hafi lögheimili í Reykjanesbæ
c. Sé ekki í vanskilum við Húsnæðisnefnd og/eða bæjarsjóð
d. Fullnægjandi greiðslumat liggi fyrir
e. Kaupverð íbúðar fari ekki yfir kr. 9.000.000

10.2.3.
Eftirfarandi atriði verða lögð til grundvallar við veitingu viðbótarlána komi til þess að forgangsraða þurfi umsækjendum:
a. Fjölskyldustærð
b. Fötlun, örorka eða langvarandi veikindi umsækjanda, maka eða annarra á heimilinu
c. Einstæðir foreldrar
d. Viðkomandi búi við heilsuspillandi húsnæði eða á annan hátt ófullnægjandi húsnæðisaðstæður
e. Aðrar fjárhagslegar eða félagslegar aðstæður sem ekki hafa áður verið upp taldar
f. Búsetulengd í Reykjanesbæ

10.2.4.
Framangreindar reglur og skilyrði eru almennar, en húsnæðisnefnd er heimilt í undantekningatilvikum að víkja frá tekju- og eignamörkum, sbr. 7.gr. reglugerðar nr. 783/1998

10.2.5.
Húsnæðisnefnd Reykjanesbæjar er heimilt að útfæra reglur þessar nánar


11. KAFLI - AÐSTOÐ VIÐ ÁFENGISSJÚKA OG VÍMUEFNAVARNIR


11.1. Reglur um aðstoð við áfengissjúka og vímuefnavarnir.

11.1.1.
Markmið þessara reglna er að gera einstaklingum kleift að sækja meðferð vegna vímuefnaneyslu.

11.1.2.
Einstaklingur, sem alla jafnan ætti rétt á fjárhagsaðstoð sbr. kafla 4.2. í reglum þessum, sem vegna vímuefnaneyslu telur sig eða er talin hafa þörf á meðferð, skal fá til þess fjárstuðning hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar m.v. eina meðferð á ári.

11.1.3.
Á meðan á meðferð stendur getur viðkomandi sótt um vasapeninga skv. kvarða. Við afgreiðslu skal þess gætt að viðkomandi eigi ekki rétt til annarra vasapeninga eða tekna.

11.1.4.
Vasapeningar eru veittir í hámark 3 vikur meðan einstaklingur er í meðferð. Eftir það á hann rétt á sjúkradagpeningum frá Tryggingastofnun ríkisins.

11.1.5.
Starfsmenn áskilja sér rétt til að hafa samband við ráðgjafa viðkomandi á meðferðarstofnun meðan á meðferð stendur.

11.1.6.
Ef ráðgjafi á meðferðarstofnun metur aðstæður þannig að skjólstæðingur sé ekki á réttri leið og nýti sér ekki meðferðina sem skildi, áskilur Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar sér rétt til að hætta stuðningi við hann.

11.1.7.
Þegar vímuefnasjúkur einstaklingur hefur lokið fullri meðferð og talin er þörf á vistun á áfangastað áður en viðkomandi getur farið óstuddur út í lífið á ný, er hægt að sækja um styrk til Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar

11.1.8.
Ef viðkomandi á ekki rétt á öðrum tekjum eða styrkjum getur hann óskað aðstoðar Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar með dvalarkostnað á áfangastað í hámark 3 mánuði á ári.

11.1.9.
Um vasapeninga á áfangastað gildir sama og þegar um meðferð er að ræða að undanskildu því að greiðsla getur varað jafn lengi og greiðsla dvalarkostnaðar, þ.e. hámark 3 mánuðir á ári.

11.1.10.
Umsókn skal staðfest af forstöðumanni viðkomandi áfangastaðar og áskilja starfsmenn sér rétt til að hafa samband við forstöðumann um gang mála.

11.1.11.
Umsækjanda ber að hafa samband vikulega við félagsráðgjafa Fjölskyldu- og félagsþjónustunnar meðan á dvöl á áfangaheimili stendur. Verði misbrestur þar á er litið svo á að hann hafi ekki lengur þörf fyrir aðstoð.

11.1.12.
Ef einstaklingur er talinn hafa þörf á lengri dvöl á áfangastað en þrjá mánuði skal honum bent á að sækja um endurhæfingarörorku.___________________________________________________________
Reglur þessar um félagsþjónustu í Reykjanesbæ voru samþykktar í fjölskyldu- og félagsmálaráði Reykjanesbæjar þann 11. nóvember 1997og í bæjarstjórn Reykjanesbæjar þann 20. janúar 1998og öðlast gildi frá og með 1. febrúar 1998.
Breytingar sem samþykktar hafa verið á reglum þessum frá gildistöku þeirra hafa verið færðar inn.
Reykjanesbæ 8. júní 2001


Senda grein

Útlit síðu:


Flýtival