Fjölskylduráð

Fjölskylduráð - lógó
Í byrjun árs 1998 skipaði félagsmálaráðherra fjölskylduráð í samræmi við þingsályktun um mótun opinberrar fjölskyldustefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar.

Hlutverk fjölskylduráðsins er m.a. eftirfarandi

  1. að veita stjórnvöldum ráðgjöf í fjölskyldumálum,
  2. að annast tillögugerð um framkvæmdaáætlanir í málefnum fjölskyldunnar,
  3. að eiga frumkvæði að opinberri umræðu um málefni fjölskyldunnar og veita leiðbeinandi upplýsingar til fjölskyldna um viðbrögð við nýjum og breyttum aðstæðum,
  4. að hvetja til aðgerða á sviði fjölskyldumála í samfélaginu og
  5. að stuðla að rannsóknum á högum og aðstæðum íslenskra fjölskyldna.
Til baka Senda grein