Málefni flóttafólks

Innflytjandi| Fréttir um málefni flóttafólks |

Tekið hefur verið á móti hópum flóttafólks allt frá árinu 1956, og hafa alls komið til landsins 584 einstaklingur. Flóttamannaráð Íslands var stofnað árið 1995. Ný stefna var þá tekin upp við móttöku flóttafólks og hafin samvinna við einstök sveitarfélög sem hafa tekið að sér móttöku við fólkið og aðstoð við það fyrsta árið. Frá þeim tíma hefur verið tekið reglulega á móti hópum fólks og verkefnið unnið í samstarfi við Rauða kross Íslands og  deildir Rauða krossins í viðkomandi sveitarfélagi. Velferðarráðuneytið semur annars vegar við sveitarfélagið og hins vegar við Rauða kross Íslands um aðstoð við hvern hóp, en alls hafa komið til landsins með þessum hætti 380 einstaklingar. Ákvörðun um móttöku hópa er tekin af ríkisstjórn Íslands hverju sinni. Ákvörðun um móttöku hópa er ævinlega unnin í nánu samráði við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og byggt er á gögnum frá stofnuninni. Innflytjendaráð var stofnað á árinu 2005 og samhliða nefnd um flóttafólk sem hefur tekið við hlutverki flóttamannaráðs sem lagt hefur verið niður.

- Nánari upplýsingar

Áhugavert

Móttaka og aðstoð

Ýmsar krækjur

Fjölmenningarsetrið

FjölmenningarseturFjölmenningarsetrið, er staðsett  að Árnagötu 2 á Ísafirði. Stofnunin hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við útlendinga sem búsettir eru á Íslandi.

Multicultural and Information Centre

| Íslenska | English | Polski | Hrvatski | ภาษาไทย | Español | Русский | Lietuvių |

Til baka Senda grein