Húsnæðisbætur

Húsnæðisbætur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um húsnæðisbætur 
sem taka við af húsaleigubótum um næstu áramót

Fjölbýli - Ljósmyndari Yadid Levy / Norden.orgHúsnæðisbætur tóku við af húsaleigubótum 1. janúar 2017

Þann 1. janúar 2017 taka gildi lög um húsnæðisbætur, nr. 75/2016 , og falla þá úr gildi lög um húsaleigubætur, nr. 138/1997, með síðari breytingum. Markmið nýju laganna er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta vegna leigu á íbúðarhúsnæði.

Sveitarfélögin hafa hingað til annast afgreiðslu húsaleigubóta til einstaklinga en frá 1. janúar 2017 falla eldri umsóknir um húsaleigubætur úr gildi og mun Vinnumálastofnun annast afgreiðslu húsnæðisbóta frá þeim tíma. Sveitarfélögin munu áfram annast afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings (áður sérstakar húsaleigubætur).

Unnt er að sækja um húsnæðisbætur rafrænt með einföldum hætti á heimasíðu húsnæðisbóta husbot.is

Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um húsnæðisbætur og umsóknarferlið auk þess sem þar má finna umsóknareyðublað vegna umsókna á pappírsformi.


Opnað hefur verið fyrir umsóknir um húsnæðisbætur á vefnum husbot.isHelstu breytingar með nýjum lögum um húsnæðisbætur

Helsta breytingin felst í því að grunnfjárhæð húsnæðisbóta hækkar eftir því sem fleiri eru á heimili, óháð aldri. Þá getur foreldri sem fær barnið sitt til sín að lágmarki 30 daga á ári skráð barnið sitt sem heimilismann jafnvel þótt barnið sé með lögheimili hjá hinu foreldrinu.

Húsnæðisbætur eru bæði tekju- og eignatengdar þannig að allar tekjur og eignir umsækjanda og heimilismanna sem eru 18 ára eða eldri eru lagðar saman og mynda þannig samanlagðan tekjustofn og samanlagðan eignastofn sem koma til lækkunar á húsnæðisbótum ef þeir eru hærri en frítekju- og eignamörk húsnæðisbóta. Frítekjumörkin hækka eftir því hversu margir eru á heimili, líkt og grunnfjárhæðir húsnæðisbóta. Húsnæðisbætur geta að hámarki numið 75% af leiguupphæð.

Frekari upplýsingar um húsnæðisbætur má nálgast á heimasíðunni husbot.is og hjá Vinnumálastofnun í síma 515-4800 eða með tölvupósti á netfangið husbot@vmst.is .