Málefni fatlaðs fólks

Á skjalasafninu| Fréttir um málefni fatlaðra | Rit og skýrslur | Lög og reglugerðir |

Velferðarráðuneytið fer með yfirstjórn málefna fatlaðs fólks samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum. Ráðherra ber ábyrgð á opinberri stefnumótun í málaflokknum sem skal gerð í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samráð skal haft við heildarsamtök fatlaðs fólks og aðildarfélög þeirra. Markmið laganna er að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Við framkvæmd laganna skal tekið mið af alþjóðlegum skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá skulu stjórnvöld tryggja heildarsamtökum fatlaðs fólks og aðildarfélögum þeirra áhrif á stefnumörkun og ákvarðanir er varða málefni fatlaðs fólks.
- Nánari upplýsingar...

ÁhugavertStofnanir

Til baka Senda grein