Stofnanir

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga

Stofnunin starfar á grundvelli laga nr. 160/2008 og hefur það hlutverk að auka möguleika blindra, sjónskertra og daufblindra til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra. Stofnunin veitir þjónustu á sviði ráðgjafar, hæfingar og endurhæfingar. Hún er einnig þekkingarmiðstöð sem aflar og miðlar þekkingu á aðstæðum notenda í því skyni að bæta þjónustu og stuðla að framförum.

Til baka Senda grein