Framkvæmdasjóður aldraðra

Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra

FjölbýliFramkvæmdasjóður aldraðra starfar á grundvelli laga um málefni aldraðra og er í vörslu velferðarráðuneytisins. Sjóðurinn er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem skattstjórar leggja á þá sem skattskyldir eru á aldrinum 16-70 ára, samkvæmt lögum um tekjuskatt. Sjóðnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land og skal fé úr honum varið til byggingar stofnana fyrir aldraða, þjónustumiðstöðva og dagvista, að mæta kostnaði við nauðsynlegar breytingar á slíku húsnæði og til viðhalds húsnæðis dagvistar-, dvalar- og hjúkrunarheimila, auk annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu. Nánar er kveðið á um hlutverk sjóðsins í reglugerð um Framkvæmdasjóð aldraðra nr. 468/2014.

Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra

Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra annast stjórn sjóðsins. Nefndin gerir árlega tillögur til heilbrigðisráðherra um úthlutun úr sjóðnum og skal umsóknum raðað í forgangsröð í samræmi við þörf á hverjum stað.

Umsóknir um framlög úr sjóðnum

Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir reglulega eftir umsóknum um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Í umsóknareyðublöðum velferðarráðuneytisins á umsóknarvef STJR kemur fram hvaða skilyrði þarf að uppfylla til þess að umsókn komi til greina, hvaða upplýsingar þurfa að koma fram og hvaða fylgigagna er krafist.

Úthlutanir úr sjóðnum

Til baka Senda grein