Dagdvöl aldraðra

Í dagdvölVelferðarráðuneytið annast stefnumótun og áætlanagerð um málefni aldraðra fyrir landið í heild og hefur eftirlit með framkvæmd laga um málefni aldraðra og reglugerðum settum á grundvelli þeirra laga.

Dagdvöl

Í flestum stærri sveitarfélögum er möguleiki á dagdvöl  en dagdvöl er tímabundið stuðningsúrræði við aldraða sem búa í heimahúsum. Dagdvöl getur bæði verið almenn dagdvöl fyrir aldraða og sérhæfð dagdvöl fyrir heilabilaða. Dagdvöl aldraðra þarf a.m.k. að bjóða upp á  tómstundaiðkun, aðstöðu til léttra líkamsæfinga, máltíð, hvíldaraðstöðu og aðstoð við  böðun. Í dagdvöl  aldraðara skal veit hjúkrunar- og læknisþjónustu og þar skal einnig vera aðstaða til þjálfunar. Akstur til og frá heimili er innifalinn í dvalargjaldi. Hægt er að sækja um dagdvöl hjá viðkomandi stofnun, en á höfuðborgarsvæðinu eru biðlistar og umsóknir vegna dagdvalar fyrir heilabilaða í umsjón félagsráðgjafa á Landakoti.

Áhugavert

Til baka Senda grein