Félagsmála- og jafnréttisráðherra
  • Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra

Þorsteinn Víglundsson

Þorsteinn Víglundsson er félags- og jafnréttismálaráðherra frá 11. janúar 2017.

Æviágrip

Fæddur á Seltjarnarnesi 22. nóvember 1969. Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR 1990 og  BA-prófi í stjórnmálafræði HÍ 1995. Hann lauk AMP gráðu frá IESE Business School, University of Navarra. Stundaði meistaranám í stjórnun og stefnumótun við HÍ 2011–2013.

Þorsteinn var leiðbeinandi við Grunnskóla Siglufjarðar 1994–1995, blaðamaður á Viðskiptablaði Morgunblaðsins 1995–1998. Hann var forstöðumaður hjá Kaupþingi/Kaupthing Bank Luxembourg 1998–2002. Forstjóri/framkvæmdastjóri BM Vallár hf. 2002–2010. Framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda 2010–2013. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins 2013–2016. 

Þorsteinn er kvæntur Lilju Karlsdóttur grunnskólakennara og ferðamálafræðingi og eiga þau þrjár dætur.