Um ráðuneytið

Velferðarráðuneytið Skógarhlíð 6

Um velferðarráðuneytið

Upplýsingar á táknmáliVelferðarráðuneytið tók formlega til starfa 1. janúar 2011 samkvæmt lögum um breytingu á Stjórnarráð Íslands sem samþykkt voru á Alþingi 9. september 2010. Með lagabreytingunni voru heilbrigðisráðuneytið og félags- og tryggingamálaráðuneytið sameinuð og var velferðarráðuneytið stofnað á grunni þeirra. Verkefni velferðarráðuneytisins varða velferðar- og fjölskyldumál, heilbrigðisþjónustu, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og jafnréttismál.

Ráðherra, fer með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Sjá nánar um skiptingu starfa félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra.

Ráðuneytisstjóri stýrir ráðuneytinu undir yfirstjórn ráðherra.

Skrifstofur velferðarráðuneytisins samkvæmt skipuriti þess eru sex, auk skrifstofu ráðuneytisstjóra; skrifstofa félagsþjónustu, skrifstofa gæða- og forvarna, skrifstofa hagmála og fjárlaga, skrifstofa heilbrigðisþjónustu, skrifstofa lífskjara og vinnumála og skrifstofa rekstrar og innri þjónustu.

Verkefni ráðuneytisins eru skilgreind í  forsetaúrskurði nr. 1/2017  um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands:

1. Skipulag velferðarráðuneytisins og starfsmannahald.

2. Félags- og fjölskyldumál, þar á meðal:

 1. Barnavernd.
 2. Barnaverndarstofu.
 3. Kærunefnd barnaverndarmála.
 4. Málefni fatlaðs fólks.
 5. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
 6. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
 7. Málefni aldraðra að frátöldum q. - t. liðum 4. töluliðar.
 8. Málefni innflytjenda og flóttafólks.
 9. Fjölmenningarsetur.
 10. Félagslega aðstoð.
 11. Greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.
 12. Félagsþjónustu sveitarfélaga.
 13. Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála.
 14. Ráðgjöf og úrræði vegna fjármála heimilanna, þ.m.t. greiðsluaðlögun einstaklinga.
 15. Umboðsmann skuldara.
 16. Kærunefnd greiðsluaðlögunarmála.
 17. Ættleiðingastyrki.
 18. Orlof húsmæðra.

3. Almannatryggingar, þar á meðal:

 1. Lífeyristryggingar og eftirlaun aldraðra.
 2. Tryggingastofnun ríkisins.
 3. Sjúkratryggingar.
 4. Sjúklingatryggingu.
 5. Slysatryggingar.
 6. Sjúkratryggingastofnun.
 7. Úrskurðarnefnd almannatrygginga.
 8. Fjárhagsaðstoð við lifandi líffæragjafa.

4. Heilbrigðisþjónusta, þar á meðal:

 1. Heilsugæslu.
 2. Sjúkrahús.
 3. Heilbrigðisstofnanir.
 4. Sérhæfða heilbrigðisþjónustu utan stofnana.
 5. Endurhæfingarstarfsemi og meðferðarstofnanir.
 6. Lyf.
 7. Ávana- og fíkniefni.
 8. Lækningatæki.
 9. Lyfjastofnun.
 10. Lyfjagreiðslunefnd.
 11. Tæknifrjóvgun.
 12. Sjúkraskrár og gagnasöfn á heilbrigðissviði.
 13. Réttindi sjúklinga.
 14. Starfsréttindi í heilbrigðisþjónustu.
 15. Embætti landlæknis.
 16. Heyrnar- og talmeinastöð.
 17. Hjúkrunarheimili.
 18. Dvalarheimilil.
 19. Dagdvöl aldraðra.
 20. Framkvæmdasjóð aldraðra.

5. Lýðheilsa og forvarnir, þar á meðal:

 1. Heilsueflingu.
 2. Áfengis- og vímuvarnir.
 3. Slysavarnir.
 4. Sóttvarnir.
 5. Tóbaksvarnir.
 6. Geislavarnir.
 7. Geislavarnir ríkisins.

6. Lífvísindi og lífsiðfræði, þar á meðal:

 1. Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
 2. Vísindasiðanefnd.
 3. Lífsýnasöfn.
 4. Líffæragjafir og líffæraígræðslu.
 5. Ákvörðun dauða, dánarvottorð og krufningar.

7. Húsnæðismál, þar á meðal:

 1. Húsnæðislán.
 2. Greiðslujöfnun fasteignaveðlána til einstaklinga.
 3. Greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði.
 4. Íbúðalánasjóð.
 5. Húsaleigumál.
 6. Húsaleigubætur.
 7. Húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög.
 8. Fjöleignarhús.
 9. Frístundabyggð.
 10. Kærunefnd húsamála.

8. Vinnumál, þar á meðal:

 1. Réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
 2. Starfsmannaleigur.
 3. Aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
 4. Vinnueftirlit ríkisins.
 5. Vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum.
 6. Félagsdóm.
 7. Vinnumarkaðsaðgerðir.
 8. Sáttastörf í vinnudeilum.
 9. Ríkissáttasemjara.
 10. Atvinnuleysistryggingar.
 11. Úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygginga og vinnumarkaðsaðgerða.
 12. Atvinnutengda starfsendurhæfingu.
 13. Atvinnuréttindi útlendinga.
 14. Ábyrgð á launum við gjaldþrot.
 15. Fæðingar- og foreldraorlof.
 16. Úrskurðarnefnd um fæðingar- og foreldraorlofsmál.
 17. Vinnumálstofnun.
 18. Félagsmálaskóla alþýðu.

9. Jafnréttismál, þar á meðal:

 1. Jafnrétti kynjanna.
 2. Jafnréttisstofu.
 3. Kærunefnd jafnréttismála.
 4. Jafnrétti á vinnumarkaði.

10. Annað, þar á meðal:

 1. Græðara.
 2. Kynáttunarvanda.
 3. Fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.
 4. Úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir.