Réttindagæsla fyrir fatlað fólk

SímaaðstoðSamkvæmt lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011 starfa réttindagæslumenn fatlaðs fólks í öllum landshlutum. Verkefni þeirra er að fylgjast með högum fatlaðs fólks og aðstoða það við hvers konar réttindagæslu.

Fatlaður einstaklingur getur leitað til réttindagæslumanns með hvaðeina sem varðar réttindi hans, fjármuni og önnur persónuleg mál. Réttindagæslumaður skal veita honum stuðning og aðstoða hann við að leita réttar síns eftir því sem við á. Einnig er gert ráð fyrir að hver sá sem telur að brotið sé á réttindum fatlaðs einstaklings geti tilkynnt það réttindagæslumanni auk þess sem réttindagæslumaður getur tekið upp mál að eigin frumkvæði. Réttindagæslumaður skal vera sýnilegur og standa fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk og þá sem starfa með því.

Undanþágunefnd

Til baka Senda grein

Spurt og svarað um réttindagæslu

Spurt og svarað um réttindagæslu

Til hvers er réttindagæslan?

 • Réttindagæslan á að tryggja fötluðu fólki stuðning við að gæta réttinda sinna. 

Sjá einnig:
- Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk
- Reglugerð um réttindagæslumenn fatlaðs fólks

Fyrir hverja er réttindagæslan?

 • Réttindagæslan er fyrir þá sem þurfa aðstoð vegna fötlunar sinnar við að leita réttar síns

Sjá einnig:
- Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk
- Reglugerð um réttindagæslumenn fatlaðs fólks
- Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Hvað gerir réttindagæslumaður?

 • Aðstoðar fatlað fólk við að ná fram rétti sínum. 
 • Fylgist með hvort fatlað fólk  njóti réttinda sinna.
 • Bendir stjórnendum á hvað megi betur fara.
 • Aðstoðar við að kæra sé þess þörf.    

Réttindagæslumenn aðstoða fatlað fólk við að ná fram rétti sínum.  Þeir fylgjast með hvort fatlað fólk njóti réttinda sinna og benda  á hvað megi betur fara í þjónustunni. Telji fatlaður einstaklingur að á rétti hans sé brotið getur hann haft samband við réttindagæslumann. Öllum öðrum ber að láta réttindagæslumann vita ef þeir telja að verið sé að brjóta á rétti fatlaðs einstaklings.

Sjá einnig:
- III. kafli laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk
- Reglugerð um réttindagæslumenn fatlaðs fólks

Hvað er persónulegur talsmaður?

 • Einstaklingur sem vegna fötlunar sinnar á erfitt með að gæta hagsmuna sinna  getur fengið sinn persónulegan talsmann. 
 • Persónulegur talsmaður hjálpar hinum fatlaða einstaklingi við að koma óskum sínum á framfæri og fylgist með að farið sé eftir þeim.  
 • Réttindagæslumaður kemur á samningi milli hins  fatlaða einstaklings  og talsmanns.
 • Réttindagæslumaður  hefur eftirlit með störfum talsmanns.
 • Bæði fatlaður einstaklingur og persónulegur talsmaður geta sagt samningnum upp þegar þeir vilja.   

Sjá einnig:
- IV. kafli réttindagæslulagnanna 
- Reglugerð um persónulega talsmenn
.
- 12. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Hvað er nauðung?

 • Nauðung er þegar líkamlegri þvingun er beitt. Það er líka nauðung þegar fólk fær ekki að hafa hluti sem það á.
 • Það telst nauðung þegar fólk er þvingað til að gera það sem það vill ekki gera eða fær ekki að gera það sem það vill.

Sjá einnig:
- V. kafli réttindagæslulaga, 11. grein

Má beita fólk nauðung?

 • Aðalreglan er sú að það er bannað að beita fólk nauðung.
 • Sumt má þó aldrei gera eins og að skaða sjálfan sig og aðra eða að eyðileggja mjög dýra hluti. Þá getur verið leyfilegt að beita nauðung.
 • Ekki má vakta fólk heima hjá sér með myndavél eða hljóðnema nema með sérstöku leyfi.

Sjá einnig:
- V. kafli réttindagæslulaga, 10., 11. og 12. grein laganna

Hvernig má draga úr nauðung?

 • Sá sem telur sig beittan nauðung eða veit um einhvern sem beittur  er nauðung getur haft samband við réttindagæslumann fatlaðs fólks.
 • Sá sem veitir þjónustu getur fengið ráðgjöf um hvernig megi komast hjá nauðung.
 • Sérfræðiteymi um aðgerðir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk, fer yfir slík mál og bendir á hvernig á að gera hlutina rétt.
 • Ef séfræðiteymið telur að beita þurfi nauðung til að hjálpa fólki getur sá sem veitir þjónustu sótt um slíkt hjá nefnd um undanþágu nauðungar í þjónustu við fatlað fólk.
 • Nefndin setur mjög ströng skilyrði fyrir undanþágunni og veitir hana í takmarkaðan tíma.

Sjá einnig:
- Reglugerð um sérfræðiteymi
- Reglugerð um undanþágunefnd
- V. kafli réttindagæslulaganna, 14.til 19. grein
- 12. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks