Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2013 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Hreint loft, betri heilsa. Umfjöllun um loftgæði og heilsufar á Íslandi ásamt tillögum til úrbóta

Í ritinu Hreint loft – betri heilsa, er fjallað um helstu mengunarvalda lofts bæði inni og úti á Íslandi, magn þeirra, áhrif þeirra á heilsu, vöktun og aðgerðir til að stemma stigu við skaðsemi þeirra.

Ritið vann stýrihópur sem heilbrigðisráðherra skipaði árið 2010 en starfið var undir formennsku umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Auk fulltrúa ráðuneytanna tveggja sátu í stýrihópnum fulltrúar Embættis landlæknis, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands, SÍBS og Umhverfisstofnunar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum