Sjóðir

Sjóðir

Farið yfir gögninFramkvæmdasjóður aldraðra

Framkvæmdasjóður aldraðra starfar á grundvelli laga um málefni aldraðra og er í vörslu velferðarráðuneytisins. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt.
Meira...

Jafnréttissjóður Íslands

Jafnréttissjóður Íslands var stofnaður með samþykki þingsályktunar 1009/2015 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Megintilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Jafnréttissjóður Íslands nýtur framlaga af fjárlögum í fimm ár, 100 milljónir króna á ári, frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2020. Úthlutað verður úr sjóðnum 19. júní ár hvert.
Meira...

Varasjóður húsnæðismála

Varasjóður húsnæðismála var stofnaður með breytingu á lögum um húsnæðismál. Breyting laganna byggðist á samkomulagi milli ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. apríl 2002. Með stofnun hins nýja sjóðs er Varasjóður viðbótarlána lagður niður og verkefni hans flutt til hins nýja sjóðs. Til viðbótar þeim verkefnum mun sjóðurinn veita framlög til sveitarfélaga vegna félagslegra eignar- og leiguíbúða samkvæmt nánari reglum, veita ráðgjöf og leiðbeiningar um rekstrarform félagslegra leiguíbúða og sjá um upplýsingavinnslu og úttekt á árangri af verkefnum sjóðsins.
Meira...

Þróunarsjóður innflytjendamála

Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði málefna innflytjenda með það að markmiði að auðvelda innflytjendum aðlögun að íslensku samfélagi og gera samfélaginu betur kleift að koma til móts við þá. Lögð er áhersla á að verkefni séu í samræmi við og í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um aðlögun innflytjenda.
Meira...


Framkvæmdasjóður fatlaða

Framkvæmdasjóður fatlaðra var lagður niður 1. janúar 2011 við flutning málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga samkvæmt lögum. Fasteignasjóður innan Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, samanber lög um tekjustofna sveitarfélaga, hefur tekið við réttindum og skyldum sjóðsins í tengslum við fasteignir sem nýttar eru í þágu þjónustu við fatlaða við yfirfærsluna. 
Nánari upplýsingar á vefsíðu Jöfnunarsjóðs

 

Til baka Senda grein