Greiningar-og ráðgjafastöð ríkisins

Stofnanir

Stofnanir velferðarráðuneytis

Á vef Embættis landlæknis er leit sem skilar upplýsingum um dvalar- og hjúkrunarheimili um land allt eða eftir heilbrigðisumdæmum. Sama máli gegnir um heilsugæslustöðvar.

RaudLina_630

Heilbrigðisstofnanir, sjúkrahús og heilsugæslustöðvar

- Um sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir á vef velferðarráðuneytis

Heilbrigðisstofnun Austurlands

Lagarási 22 700 Egilsstöðum
Sími: 470 1400 Fax: 470 1408 Forstjóri: Guðjón Hauksson

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Heilbrigðisstofnun Norðurlands varð til 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnananna á Blönduósi, Sauðárkróki, Fjallabyggð, heilsugæslustöðvanna á Akureyri og Dalvík og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga.
Forstjóri: Jón Helgi Björnsson

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

v/Árveg, Pósthólf 160 800 Selfossi Sími: 480 5100 Fax: 480 5103
Forstjóri: Herdís Gunnarsdóttir

Heilbrigðisstofnun Suðurlands varð til 1. október 2014 við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands og Heilbrigðisstofnunarinnar Vestmannaeyjum.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Skólavegi 6 230 Reykjanesbæ
Sími: 422 0500
Forstjóri: Halldór Jónsson


Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Pósthólf 215 400 Ísafirði
Sími 450 4500 Fax: 450 4522 Forstjóri:
Kristín B. Albertsdóttir

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða varð til 1. október 2014 við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Heilbrigðisstofnunarinnar Patreksfirði.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Merkigerði 9 300 Akranesi
Sími: 430 6000 Fax: 430 6001
Forstjóri: Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir

Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu

Álfabakka 16 109 Reykjavík
Sími: 585 1300 Fax: 585 1313
Forstjóri: Svanhvít Jakobsdóttir

Heilsugæslustöðvar

Á vef Embættis landlæknis er leit sem skilar upplýsingum um heilsugæslustöðvar um land allt eða eftir heilbrigðisumdæmum.


Hjúkrunar- og dvalarheimili

Á vef Embættis landlæknis er leit sem skilar upplýsingum um dvalar- og hjúkrunarheimili um land allt eða eftir heilbrigðisumdæmum.

Landspítali - háskólasjúkrahús

Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Hann veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, meðal annars á göngu- og dagdeildum, fyrir alla landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa heilbrigðisumdæmis höfuðborgarsvæðisins.
Forstjóri: Páll Matthíasson

Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús. Það veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu, meðal annars á göngu- og dagdeildum, fyrir landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu í sínu heilbrigðisumdæmi.
Forstjóri: Bjarni Jónasson 


RaudLina_630

Þjónustu- og eftirlitsstofnanir

Barnaverndarstofa

Velferðarráðuneytið fer með yfirstjórn barnaverndarmála en Barnaverndarstofa vinnur að samhæfingu og eflingu barnaverndarstarfs og annast daglega stjórn barnaverndarmála.

Embætti landlæknis

Hlutverk embættis landlæknis er meðal annars að veita ráðgjöf um heilbrigðismál og að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu, heilbrigðisstarfsmönnum og lyfjaávísunum. Embætti landlæknis ber einnig að safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu, fylgjast með heilbrigði landsmanna og að vinna að gæðaþróun innan heilbrigðisþjónustunnar.

Fjölmenningarsetrið

Fjölmenningarsetur hefur það hlutverk að greiða fyrir samskiptum fólks af ólíkum uppruna og efla þjónustu við innflytjendur sem búsettir eru á Íslandi.

Hjá Fjölmenningarsetri er hægt að leita eftir upplýsingum um margt er varðar daglegt líf á Íslandi, stjórnsýsluna og leita eftir aðstoð varðandi flutning til og frá Íslandi.

Geislavarnir ríkisins

Helsta hlutverk stofnunarinnar snýr að öryggisráðstöfunum gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum, leyfisveitingum vegna geislavirkra efna, mati á áhættu við notkun geislunar og eftirliti með geislatækjum og geislavirkum efnum.

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins starfar samkvæmt lögum um málefni fatlaðra sem tóku fyrst gildi árið 1982. Lögin miða að því að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi.

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Helsta hlutverk Heyrnar- og talmeinastöðvar er að annast þjónustu við heyrnarlausa, heyrnarskerta og þá sem eru með heyrnar- og talmein. Stöðin annast heyrnarmælinar, þjálfun og endurhæfingu heyrnarskertra og sinnir forvörnum á starfssviði sínu í samvinnu við aðrar stofnanir eftir því sem við á.

Íbúðalánasjóður

Íbúðalánasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem veitir einstaklingum, sveitarfélögum, félögum og félagasamtökum húsnæðislán til íbúðarkaupa og byggingarframkvæmda. Íbúðalánasjóður er fjárhagslega sjálfstæður og stendur undir lánveitingum og rekstri með eigin tekjum.

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum.

Jafnréttisstofa

Jafnréttisstofa er sérstök stofnun sem heyrir undir yfirstjórn ráðherra. Hlutverk hennar er meðal annars að auka virkni í jafnréttismálum og fylgjast með þjóðfélagsþróuninni á þessu sviði, meðal annars með upplýsingaöflun og rannsóknum.

Lyfjastofnun

Hlutverk Lyfjastofnunar er meðal annars útgáfa, breyting, niðurfelling og afturköllun markaðsleyfa lyfja, útgáfa leyfa til lyfjarannsókna og afgreiðsla umsókna um leyfi til innflutnings og sölu lyfja sem ekki hafa markaðsleyfi hér á landi.

Ríkissáttasemjari

Ríkissáttasemjari annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar.

Sjúkratryggingar Íslands

Stofnunin starfar samkvæmt lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008

Tryggingastofnun ríkisins

Stofnunin starfar samkvæmt lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 og lögum um félagslega aðstoð nr. 99/2007.

Umboðsmaður skuldara

Embætti umboðsmanns skuldara er ríkisstofnun sem heyrir undir velferðarráðherra. Umboðsmaður skuldara skal gæta hagsmuna og réttinda skuldara svo sem nánar er kveðið á um í lögum um embættið nr. 100/2010. Einnig á hann að veita einstaklingum sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum endurgjaldslausa aðstoð við að öðlast heilsarsýn á fjármál sín og leita leiða til lausna.

Vinnueftirlit ríkisins

Almenn vinnulöggjöf heyrir undir velferðarráðuneytið, sem fer með yfirstjórn þessa málaflokks en undirstofnanir ráðuneytisins, Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun, fara með framkvæmd einstakra málaflokka.

Vinnumálastofnun

Almenn vinnulöggjöf heyrir undir velferðarráðuneytið, sem fer með yfirstjórn þessa málaflokks en Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun fara með framkvæmd einstakra málaflokka.

Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga

Stofnunin starfar á grundvelli laga nr. 160/2008 og hefur það hlutverk að auka möguleika blindra, sjónskertra og daufblindra til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra. Stofnunin veitir þjónustu á sviði ráðgjafar, hæfingar og endurhæfingar. Hún er einnig þekkingarmiðstöð sem aflar og miðlar þekkingu á aðstæðum notenda í því skyni að bæta þjónustu og stuðla að framförum.


RaudLina_630

Sjá einnig:

Lyfjagreiðslunefnd

Lyfjagreiðslunefnd starfar samkvæmt lyfjalögum og reglugerð nr. 213/2005 um lyfjagreiðslunefnd og ákvarðar hámarksverð á lyfseðilsskyldum lyfjum og dýralyfjum. Nefndin tekur einnig ákvörðun um greiðsluþáttöku sjúkratrygginga í lyfjum sem eru á markaði, greiðsluþátttökuverð og greiðsluþátttöku í lyfjum sem veitt hefur verið undanþága fyrir.

Vísindasiðanefnd

Samkvæmt reglugerð nr. 286/2008 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði skipar velferðarráðherra sjö manna nefnd, Vísindasiðanefnd, til að fjalla um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nefndin starfar undir yfirstjórn velferðarráðherra. Hlutverk hennar er að meta samstarfsverkefni, fjölþjóðlegar rannsóknir, klínískar lyfjarannsóknir samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 442/2004 um klínískar lyfjarannsóknir á mönnum og aðrar áætlanir um vísindarannsónir á heilbrigðissviði. Vísindasiðanefnd skal einnig taka þátt í almennri og fræðilegri umræðu á vettvangi lífsiðfræði og birta leiðbeinandi álit um viðfangsefni á verksviði nefndarinnar. Beiðnir um mat á vísindarannsókn skulu sendar skrifstofu nefndarinnar ásamt nákvæmri rannsóknaáætlun og öðrum gögnum samkvæmt starfsháttum Vísindasiðanefndar.