Vefsvæði um afmörkuð málefni

Vefsvæði um afmörkuð málefni

Mótun nýrrar framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem falið er að semja drög að tillögu til þingsályktuanr um nýja framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks. Í gildi er framkvæmdaáætlun sem Alþingi samþykkti sumarið 2012 til tveggja ára. Hún hefur nú verið framlengd meðan unnið er að nýrri áætlun.

Norræn velferðarvakt

Norræn velferðarvaktNorræna velferðarvaktin er eitt verkefnanna í formennskuáætlun Íslands. Það er þriggja ára rannsóknarverkefni sem stendur yfir árin 2014-2016 og miðar að því að styrkja og stuðla að sjálfbærni norrænu velferðarkerfanna, með því að efla rannsóknir og auka samvinnu og miðlun reynslu og þekkingar á milli Norðurlandanna.

Betri heilbrigðisþjónusta 2013-2017

Farið yfir tölfræðinaRáðist verður í mikilvægar breytingar á heilbrigðiskerfinu til að hrinda í framkvæmd úrbótum sem lagðar hafa verið fram á liðnum árum og byggjast á ýtarlegum greiningum sem gerðar hafa verið á styrkleikum og veikleikum núverandi skipulags.

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti

JafnrettiAðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um launajafnrétti hefur opnað upplýsingavef um helstu verkefni sem hópurinn vinnur að og framvindu þeirra. Á upplýsingavefnum er fjallað um tilurð aðgerðaáætlunar um launajafnrétti og skipan aðgerðahópsins.

Framtíðarskipan húsnæðismála

FjölbýliÞann 28. júní sl. samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi en með því var ríkisstjórninni falið að fylgja eftir sérstakri aðgerðaáætlun í tíu liðum til þess að taka á skuldavanda heimila á Íslandi og til að tryggja stöðugleika og gagnsæi á húsnæðislánamarkaði til framtíðar.

Mótun fjölskyldustefnu

Börn í hringÍ samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí 2013 hefur Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra skipað verkefnisstjórn sem falið er að móta fjölskyldustefnu ásamt aðgerðaáætlun til ársins 2020. Verkefnisstjórnin hóf störf í september og skal skila tillögu í mars 2014.

Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum

Vitundarvakning - merki verkefnisins

Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Í nóvember 2011 fól ríkisstjórnin verkefnisstjórn með fulltrúum úr innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti að undirbúa vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum í samræmi við ákvæði í samningnum.

Málefni aldraðra til sveitarfélaga

ReykjavíkÍ samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er unnið að því að flytja ábyrgð á helstu meginþáttum þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga. Nefnd á vegum velferðarráðherra sem skipuð er fulltrúum hlutaðeigandi ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila, svo sem fulltrúum félagasamtaka aldraðra, samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og stéttarfélaga starfsmanna, vinnur að undirbúingi yfirfærslunnar.

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Í hjólastólViðhorf og stefna í þjónustu við fatlað fólk og aðra sem þarfnast félagslegrar þjónustu eru að breytast með nýjum tímum og nýjum áherslum, ekki síst þeim að einstaklingsbundnar þarfir notenda þjónustunnar séu í fyrirrúmi og ráði æ meiru um hvenær, hvernig og í hve miklum mæli hún sé veitt.

Neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi

Reiknivél neysluviðmiðaVelferðarráðherra hefur lagt fram skýrslu sérfræðingahóps um neysluviðmið fyrir heimili á Íslandi. Skýrslan er lögð fram til almennrar kynningar og umræðu og birt á vef ráðuneytisins ásamt reiknivél þar sem einstaklingar geta mátað sig að neysluviðmiðunum í samræmi við eigin aðstæður. Á vefnum er einnig unnt að senda ráðuneytinu athugasemdir og ábendingar varðandi viðmiðin til 7. mars næstkomandi.

Velferðarvaktin

VelferðarvaktinFélags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað stýrihóp um velferðarvakt sem ætlað er að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu með markvissum hætti og gera tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna.

Aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis

Gerð aðgerðaáætlunarinnar byggði á tillögu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra frá október 2005 um að hafin yrði vinna við gerð aðgerðaáætlunar vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis gegn konum og börnum.

Ráðstefnur

Efni tengt ráðstefnum sem ráðuneytið hefur átt aðild að.

Eldra efni

Til baka Senda grein